Þriðji hver krakki í Stykkishólmi liggur í flensu Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2015 10:50 Flensan er að ná hámarki og íbúar Stykkishólms hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála.
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06