Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 12:52 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina. Bólusetningar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina.
Bólusetningar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira