Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2015 19:55 Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt".
Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02