„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum víða um land í vetur. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Sjá meira
Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Sjá meira
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54
„Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56