Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Karl Lúðvíksson skrifar 10. febrúar 2015 11:01 Árbótarsvæðið í Laxá í Aðaldal er komið til FishPartners en á þessu svæði liggja oft stærstu laxar og urriðar Laxár. Með leyfunum fylgir veiðihús við Vörðuholt sem er hið glæislegasta en þar er gistiaðstaða fyrir 6 manns og allt til alls. Veiðistaðurinn Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni. Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp. Silungsveiðin hefst 1. maí en besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsinis og fram í byrjun júlí. Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl. Það er bráðnauðsynlegt að vera vopnaður bæði einhendum og tvúhendum þegar mætt er til veiða á þessu svæði og þegar kastað er fyrir lax er mælt með að taumarnir séu ekki undir 30 punda. Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun. Skemmtilegt video er að finna hér af svæðinu hér. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com Stangveiði Mest lesið Rjúpa eða ekki rjúpa? Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Veiði Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Kalt um helgina en ágætar veiðifréttir Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Vötnin fyrir norðan farin að gefa vel Veiði
Árbótarsvæðið í Laxá í Aðaldal er komið til FishPartners en á þessu svæði liggja oft stærstu laxar og urriðar Laxár. Með leyfunum fylgir veiðihús við Vörðuholt sem er hið glæislegasta en þar er gistiaðstaða fyrir 6 manns og allt til alls. Veiðistaðurinn Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni. Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp. Silungsveiðin hefst 1. maí en besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsinis og fram í byrjun júlí. Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl. Það er bráðnauðsynlegt að vera vopnaður bæði einhendum og tvúhendum þegar mætt er til veiða á þessu svæði og þegar kastað er fyrir lax er mælt með að taumarnir séu ekki undir 30 punda. Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun. Skemmtilegt video er að finna hér af svæðinu hér. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com
Stangveiði Mest lesið Rjúpa eða ekki rjúpa? Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Veiði Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Kalt um helgina en ágætar veiðifréttir Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Vötnin fyrir norðan farin að gefa vel Veiði