Forstjóri Tesla hótar brottrekstri yfirmanna í Kína Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 09:50 Það er hálfgert sólarlag í sölu Tesla bíla í Kína. Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra. Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent
Forstjóri Tesla, Elon Musk, er ekkert alltof kátur með dræma sölu Tesla bíla í Kína í síðasta mánuði og hefur hótað yfirmönnum Tesla í Kína brottvikningu ef svo dræm sala heldur áfram. Sala Tesla bíla gekk líka illa í Kína á síðasta fjórðungi liðins árs. Í janúar seldi Tesla aðeins 120 bíla í Kína. Tesla hefur reynt að auka sölu bíla sinna í Kína með uppsetningu hleðslustöðva, en annaðhvort eru þær ekki orðnar nógu margar eða Tesla bílar höfða bara ekki til Kínverja. Rétt er þó að hafa í huga að Tesla bílar eru ansi dýrir í Kína og kostar Tesla Model S þar 121.000 dollara, eða um 16 milljónir króna. Hann er því dýrari þar en hér á landi. Tesla hafði áætlað að sala Tesla bíla í Kína myndi nema þriðjungi heimssölunnar á Tesla bílum. Salan í janúar er þó líklega ekki nema um 5% af sölunni í heiminum og því vill Elon Musk ekki una. Ef Musk rekur stjórnendur Tesla í Kína yrði það reyndar ekki í fyrsta skiptið sem það er gert, því þeir fengu allir að fjúka í fyrra.
Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent