Fjórði mánuður Volkswagen með minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 10:29 Ein af samsetningarverksmiðjum Volkswagen. Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent