Porsche og Audi drógu vagninn hjá VW bílafjölskyldunni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 12:10 Porsche seldi 31,2% fleiri bíla í janúar í ár en í fyrra. Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent