Mourinho: PSG vildi fá mig sem knattspyrnustjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2015 16:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, á nú möguleika á því að slökkva á Meistaradeildardraumi franska liðsins Paris Saint-Germain annað árið í röð en í kvöld fer fram fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Forráðamenn Paris Saint-Germain reyndu tvisvar sinnum að fá Portúgalann til þess að taka við liðinu, fyrst 2011 og svo aftur 2013. Mourinho sagði nei í bæði skiptin, hélt fyrst áfram að þjálfa Real Madrid og tók síðan frekar við Chelsea. „Ég þekki PSG-verefnið vel. Ég þekki það af því að þegar þeir fóru af stað með það á sínum tíma, eigandinn og Leonardo, þá átti ég að vera þjálfarinn. Ég hitti þá í Katar og þekki þetta því mjög vel," sagði Jose Mourinho. „Verkefnið snérist um það að drottna fyrst yfir Frakklandi og fara síðan að drottna yfir Evrópu. Þeir eru orðnir stærsta liðið í Frakklandi, meistarar þrjú ár í röð, eru í úrslitaleik deildabikarsins og komnir í átta liða úrslit franska bikarsins. Þeir eru bara tveimur stigum frá efsta sætinu í frönsku deildinni þannig að þeir ráða ríkjum í Frakklandi," sagði Mourinho. „Þeir vilja líka verða bestir í Evrópu og ef við segjum alveg satt þá hafa þeir verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni síðustu tvö árin. Þeir töpuðu naumlega fyrir Barcelona í átta liða úrslitunum 2013 og svo á síðustu sekúndunni á móti Chelsea í fyrra. Þeir vita því og finnst að þeir séu með lið sem getur farið alla leið. París er með alvöru lið með mikinn metnað," sagði Mourinho.Fyrri leikur Paris Saint-Germain og Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, á nú möguleika á því að slökkva á Meistaradeildardraumi franska liðsins Paris Saint-Germain annað árið í röð en í kvöld fer fram fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Forráðamenn Paris Saint-Germain reyndu tvisvar sinnum að fá Portúgalann til þess að taka við liðinu, fyrst 2011 og svo aftur 2013. Mourinho sagði nei í bæði skiptin, hélt fyrst áfram að þjálfa Real Madrid og tók síðan frekar við Chelsea. „Ég þekki PSG-verefnið vel. Ég þekki það af því að þegar þeir fóru af stað með það á sínum tíma, eigandinn og Leonardo, þá átti ég að vera þjálfarinn. Ég hitti þá í Katar og þekki þetta því mjög vel," sagði Jose Mourinho. „Verkefnið snérist um það að drottna fyrst yfir Frakklandi og fara síðan að drottna yfir Evrópu. Þeir eru orðnir stærsta liðið í Frakklandi, meistarar þrjú ár í röð, eru í úrslitaleik deildabikarsins og komnir í átta liða úrslit franska bikarsins. Þeir eru bara tveimur stigum frá efsta sætinu í frönsku deildinni þannig að þeir ráða ríkjum í Frakklandi," sagði Mourinho. „Þeir vilja líka verða bestir í Evrópu og ef við segjum alveg satt þá hafa þeir verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni síðustu tvö árin. Þeir töpuðu naumlega fyrir Barcelona í átta liða úrslitunum 2013 og svo á síðustu sekúndunni á móti Chelsea í fyrra. Þeir vita því og finnst að þeir séu með lið sem getur farið alla leið. París er með alvöru lið með mikinn metnað," sagði Mourinho.Fyrri leikur Paris Saint-Germain og Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Sjá meira