Bændur vilja nálgast hina lattelepjandi lopatrefla Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 15:19 Bændur munu leggja undir sig Hörpuna eftir rúma viku og það leggst bara vel í Halldór Guðmundsson. Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson. Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Bændur ætla að gera sér glaðan dag þann 1. mars þegar Búnaðarþing verður sett: Kaupstaðarferð og það sem meira er, þeir ætla að „sameinast iðandi mannlífi Hörpunnar tónlistarhúss þar sem Vetrarmarkaður Búrsins fer fram á jarðhæð og ýmsir smáframleiðendur bjóða fram vörur sínar,“ eins og segir í boðsmiða sem Bændasamtökin hafa dreift meðal vina og velunnara. Eiríkur Blöndal er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og hann segir að Búnaðarþingið hafi verið haldið í Hörpu í fyrra og tókst þá vel til, troðfullt hús. „Það er gaman að tengja þetta matarmarkaðinum sem verður haldinn þarna á sama tíma. Og svo Food and Fun sem er á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Eiríkur sem segist aðspurður bændur ekki óttast lattelepjandi lopatrefla sem gjarnan er að finna í Hörpu. „Nei, það er nú eitthvað annað. Þetta er nú bara hátíð fyrir alla og gaman að setja búnaðarþing með stæl. Við erum einmitt að reyna að nálgast þá.“ Hvergi er til sparað þegar Búnaðarþingið verður sett; létt hádegishressing í boði íslenskra bænda og þá munu Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, setja þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Og ljóst er að sjónvarpsfólkið Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason hafa eignað sér stað í hjarta landsmanna og eru eftirsóttir veislustjórar; þau munu leiða athöfnina. Freyjukórinn úr Borgarfirði mun syngja, landbúnaðarverðlaun verða veitt og hljómsveitin Brother Grass flytur nokkur lög. Þá er boðað að fyrirtæki sem tengjast landbúnaði verði á svæðinu, þau kynna starfsemi sína auk þess sem Grillvagn sauðfjárbænda verður rjúkandi heitur fyrir framan Hörpuna; þar ætla meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna að grilla gómsætt lambakjötið ofan í gesti og gangandi. En, hvernig horfir þetta við þeim sem fást við hámenninguna í Hörpu, að fá inná sig bændur og búalið sem vilja breyta tónlistarhúsinu sjálfu í matarmarkað? Halldór Guðmundsson segir þetta risadag. Og hann bendir á að matarmarkaður Búrsins hafi margoft verið í Hörpu og gert mikla lukku. „Aldrei nýtur þú tónleika betur en vel étinn. Matarmarkaðurinn er hér á jarðhæð, tónleikar á annarri hæð, þannig að hann skapar mjög góða undirstöðu.“En, er ekki hætt við að þeim hinum lattelepjandi lopatreflum, sem eru þarna öllum stundum, muni bregða við þessa innrás bændanna? „Það væri lítill latte ef það væri ekki landbúnaður,“ segir Halldór Guðmundsson.
Food and Fun Tengdar fréttir Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56 Bændasamtökin ætla ekki að selja Hótel Sögu Tilboðin ekki nægilega hagstæð. 28. janúar 2015 10:36 Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda. 15. janúar 2015 11:56
Bændasamtökin styrkja þá sem þeim sýnist Erna Bjarnadóttir telur fráleitt að það sé frétt að Bændasamtökin hafi lánað Heimssýn húsgögn. 17. mars 2014 16:09