Kia með nýjan tvinnjeppling Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 10:45 Ekki fá forvitnir mikið að sjá af bílnum í fyrstu. Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent
Á bílasýningunni í Chicago sem hefst 12. febrúar ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifinn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þónokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfiðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja fjarri hugmyndafræðinni bakvið Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið er eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent