Hagnaður Ford minnkaði um 56% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 14:15 Ford F-150. Ford átti ekki eitt af sínum betri árum í fyrra en hagnaðurinn minnkaði um 56% frá árinu 2013. Ford hagnaðist um 429 milljarða króna í fyrra en 965 milljarða árið áður. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var ekki fengsamur fyrir Ford, en á honum varð aðeins 7 milljarða króna hagnaður, en 402 milljarða hagnaður árið 2013. Ljósið í myrkrinu var að þessi fjórðungur var sá 22. í röð sem Ford hagnast og þarf því að fara hált sjötta ár síðan tap var á rekstri Ford á einum ársfjórðungi. Ford tapaði markaðshlutdeild á heimamarkaðnum í Bandaríkjunum og var með 14,9% markaðarins við enda árs en 15,9% við enda ársins 2013. Á móti kom að hlutdeild Ford í Kína jókst úr 4,1% í 4,5% á milli ára. Tekjur Ford í heild í fyrra minnkuðu um 2% og námu 19.310 milljörðum króna.Minni framlegð af veltu Framlag af veltu Ford lækkaði frá 5,4% í 3,9% á milli ára og það telur Ford ekki viðunandi. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum minnkaði ekki eins mikið og á alheimsvísu, en þó samt um 22%. Þessi minnkaði hagnaður Ford verður til þess að meðalarðgreiðslur á hvern hluthafa í Ford minnkar úr 8.800 dollurum í 6.900. Spáin fyrir hagnað þessa árs hljómar uppá 1.140 til 1.270 milljarða króna. Ford hefur miklar væntingar með nýja kynslóð síns best selda bíls heimafyrir, Ford F-150, sem nú er byggður að mestu úr áli, en hluti skýringarinnar á minnkuðum hagnaði síðasta árs var að Ford þurfti að leggja niður framleiðslu á bílnum til að breyta verksmiðjum þeim sem hann er framleiddur í. Kostnaður vegna innkallana vóg einnig mikið í lækkun hagnaðar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Ford átti ekki eitt af sínum betri árum í fyrra en hagnaðurinn minnkaði um 56% frá árinu 2013. Ford hagnaðist um 429 milljarða króna í fyrra en 965 milljarða árið áður. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var ekki fengsamur fyrir Ford, en á honum varð aðeins 7 milljarða króna hagnaður, en 402 milljarða hagnaður árið 2013. Ljósið í myrkrinu var að þessi fjórðungur var sá 22. í röð sem Ford hagnast og þarf því að fara hált sjötta ár síðan tap var á rekstri Ford á einum ársfjórðungi. Ford tapaði markaðshlutdeild á heimamarkaðnum í Bandaríkjunum og var með 14,9% markaðarins við enda árs en 15,9% við enda ársins 2013. Á móti kom að hlutdeild Ford í Kína jókst úr 4,1% í 4,5% á milli ára. Tekjur Ford í heild í fyrra minnkuðu um 2% og námu 19.310 milljörðum króna.Minni framlegð af veltu Framlag af veltu Ford lækkaði frá 5,4% í 3,9% á milli ára og það telur Ford ekki viðunandi. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum minnkaði ekki eins mikið og á alheimsvísu, en þó samt um 22%. Þessi minnkaði hagnaður Ford verður til þess að meðalarðgreiðslur á hvern hluthafa í Ford minnkar úr 8.800 dollurum í 6.900. Spáin fyrir hagnað þessa árs hljómar uppá 1.140 til 1.270 milljarða króna. Ford hefur miklar væntingar með nýja kynslóð síns best selda bíls heimafyrir, Ford F-150, sem nú er byggður að mestu úr áli, en hluti skýringarinnar á minnkuðum hagnaði síðasta árs var að Ford þurfti að leggja niður framleiðslu á bílnum til að breyta verksmiðjum þeim sem hann er framleiddur í. Kostnaður vegna innkallana vóg einnig mikið í lækkun hagnaðar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent