Seðlabanki Evrópu samþykkir ekki lengur að skuldabréf gríska ríkisins sem veð fyrir lánum til grískra banka. Þetta hefur í för með sér að lánskjör grískra banka munu versna umtalsvert. Bæði verður erfiðara fyrir þá að fá lánsfé og þeir munu þurfa að græða hærri vexti. BBC greinir frá.
Hlutabréfamarkaðir í Grikklandi lækkuðu um 6 prósent í kjölfar tíðindanna og hlutabréf í bönkum féllu um allt að 16 prósent. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa á grískra ríkisskuldabréfa um 2 prósentustig.
Ný ríkisstjórn Grikklands undir forystu vinstri flokksins SYRIZA hefur átt í viðræðum við lánadrottna sínu um skuldalækkun ríkisins. Seðlabanki Evrópu sagðist ekki geta fullvissað sig um að hægt væri að ganga að því vísu að grísk ríkisskuldabréf fengjust greidd út.
Seðlabanki Evrópu herðir aðgerðir gegn Grikkjum
