Það er ekki séns að giska á sigurvegara fyrir lokahringinn á Farmers Insurance en skortaflan er gríðarlega jöfn og margir kylfingar geta blandað sér í baráttuna um sigurinn.
Harris English og hinn högglangi J.B. Holmes leiða mótið á níu höggum undir pari en fimm kylfingar deila þriðja sætinu á átta höggum undir pari, meðal annars Nick Watney og Jimmy Walker.
Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell átti tilþrif dagsins en hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni frægu þriðju holu á Torrey Pines vellinum en hann er einnig í baráttu efstu manna.
Ógrynni kylfinga eru á fimm, sex, og sjö höggum undir pari sem ætti að gera lokahringinn spennandi áhorfs en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 í kvöld.
Margir í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Farmers Insurance

Mest lesið





Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn

Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn
