Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. febrúar 2015 19:30 Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Myndböndum af slagsmálum íslenskra barna undir lögaldri er dreift á lokaðri síðu á Facebook. Í sumum tilfellum er síðan notuð til að stofna til slagsmála. Málið er til skoðunar hjá lögreglunni.Úr einu af myndböndunum.Síðan í september á síðasta ári hefur sérstakri síðu verði haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmenni deila myndböndum af slagsmálum. Síðan er lokuð en þeir sem hafa aðgang að henni eru um þrjú hundruð manns. Flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri. Þannig er stór hluti þeirra sem hefur aðgang að síðunni og deilir þar myndböndum börn undir lögaldri. Myndböndin eru misjöfn en á mörgum þeirra virðist sem að slagsmálin hafi verið skipulögð fyrirfram og þá jafnvel í gegnum síðuna sjálfa. Þannig hafi ungmenni gert samkomulag um að hittast í þeim tilgangi að slást og myndbönd af slagsmálunum svo sett á síðuna. Jafnvel eru dæmi um að ungmenni skori á einhvern að mæta sér í slag. Ef horft er á myndböndin er ljóst að um alvöru er að ræða. Oft ganga ungmennin nokkuð hart fram, þau slá þungum höggum, sparka og sjá má bæði áverka á þeim og blóð. Þá safnast oft hópur saman og fylgist með slagsmálunum, hvetur þá sem slást áfram og tekur myndbönd. Á síðunni má einnig sjá myndbönd þar sem ráðist er á börn eða ungmenni að því virðist þeim nokkuð að fyrirvaralausu og gengið í skrokk á þeim.Fjölmörg slagsmálamyndbönd hafa verið birt á síðunni.Lögreglu bárust fyrst ábendingar vegna síðunnar fyrir helgina í tengslum við slagsmál sem urðu á skólalóð. Hún skoðar nú málið. Dæmi eru um að myndbönd sem birt eru á síðunni séu tekin upp á skólalóðum í borginni. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að mál sem þessi séu í auknum mæli að koma upp. „Það eru fleiri mál sem tengjast netinu sem koma inn í skólastarfið. Sum eru náttúrulega mjög alvarlegs eðlis,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún segir alvarlegustu málin vera tilkynnt til lögreglunnar en önnur mál séu unnin með námsráðgjöfum, börnunum og foreldrum þeirra. Hún segir börnin ekki alltaf átta sig á hversu alvarlegt það geti verið að deila myndefni sem þessu á netinu. „Þá kemur til kasta okkar sem störfum í grunnskólunum og ekki síður foreldra að vera upplýstir um það hvað börnin þeirra eru að gera á netinu,“ segir Guðlaug Erla.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira