Jason Day fagnaði sigri eftir bráðabana 9. febrúar 2015 08:00 Jason Day hafði ástæðu til þess að brosa í kvöld. Getty Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira