Það hefur verið þó nokkuð um óvænt úrslit í undankeppni Evrópumóts landsliða í fótbolta og UEFA-síðan hefur tekið saman fimm óvæntustu úrslitin eða „Five shocks" eins og þeir komast að orði.
Sigur íslenska landsliðsins á því hollenska á Laugardalsvellinum í október var að sjálfsögðu eitt af þessum sjokk-úrslitum en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þá tvö mörk í 2-0 sigri á bronsliði Hollands frá HM fyrr um sumarið.
Aðrar þjóðir sem unnu óvænta sigra í upphafi undankeppninnar og komust á listann yfir fimm óvæntustu sigrana eru Albanía, Pólland, Slóvakía og Færeyjar.
Albanía vann 1-0 útisigur á Portúgal í september, Pólland vann 2-0 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í október, Slóvakía vann 2-1 heimasigur á Spáni í október og Færeyingar unnu 1-0 útisigur á Grikkjum í nóvember.
Myndbandið með óvæntustu úrslitunum á UEFA-síðunni má finna hér.
Íslenska fótboltalandsliðið er í öðru sæti í sínum riðli eftir fjórar umferðir en liðið mætir næst Kasakhstan í Astana í lok mars. Tékkar eru með 12 stig, Ísland hefur 9 stig og Holland er með 6 stig. Tékkar mæta Lettum á sama tíma og Hollendingar taka á móti Tyrkjum.
Ísland á eitt af óvæntustu úrslitunum í undankeppni EM 2016
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik
Íslenski boltinn

Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?
Enski boltinn

Netverslun Liverpool hrundi vegna álags
Enski boltinn


Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer
Enski boltinn

Gaf tannlækninum teinanna sína
Fótbolti
