Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Rúmlega 30.000 tonn eru komin á land og aðeins um sex vikur til stefnu áður en loðnan hrygnir og drepst. Fréttablaðið/Óskar Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira