Í hádeginu var dregið í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum.
Stórleikurinn í karlaflokki er viðureign KR og Tindastóls en það eru tvö efstu liðin í Dominos-deild karla.
Toppliðin mætast einnig í kvennaflokki þar sem Keflavík tekur á móti toppliði Snæfells.
Drátturinn:
Karlar:
KR - Tindastóll
Skallagrímur - Stjarnan
Konur:
Keflavík - Snæfell
Grindavík - Njarðvík

