Ráðist á kylfing á PGA-mótaröðinni 22. janúar 2015 18:00 Robert Allenby Facebook/Golfchannel Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira