Fjörtoft, sem spilaði 71 landsleik fyrir norska landsliðið á gullaldarárum þess á síðasta áratug síðustu aldar, hefur trú á ungstirninu en vill ekki sjá svona samanburð.
„Það er algjör þvæla hjá fjölmiðlum að bera Ödegard saman við Messi. Messi er leikmaður sem getur breytt leikjum og Martin getur það líka, en það á ekki að taka svona samanburð alvarlega,“ segir Fjörtoft í viðtali við Goal.com.

Ef það á að bera saman Ödegaard saman við einhvern horfir Fjörtoft frekar til þýskra landsliðsmanna sem sjálfir voru barnastjörnur.
„Martin finnur ekkert fyrir neinni aukinni pressu. Við þurfum að bera stöðu hans saman við leikmenn sem eru traustir í dag eins og Bastian Schweinsteiger, Phillip Lahm og Toni Kroos. Þeim var öllum hampað af fjölmiðlum einu sinni og eru fyrirmyndir í dag,“ segir Fjörtoft.
„Fótboltamenn framtíðarinnar þurfa ekki bara hæfileika. Þeir þurfa að leggja mikið á sig, vera agaðir og æfa meira en aðrir. Menn verða að elta sín markmið og vera fagmannlegir.“