Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring 29. janúar 2015 19:15 Wieseberger er í stuði þessa dagana. Getty Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira