Ásgeir á CNN: Gat ekki spilað skrafl eftir skotæfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 10:30 Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér á toppinn. vísir/getty „Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér. Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
„Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15