Ásgeir á CNN: Gat ekki spilað skrafl eftir skotæfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 10:30 Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér á toppinn. vísir/getty „Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér. Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Sjá meira
„Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Sjá meira
Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15