„Ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 11:05 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan. Charlie Hebdo Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan.
Charlie Hebdo Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira