87% Frakka vilja ótakmarkaðan hámarkshraða Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 10:45 Á þýskri hraðbraut þar sem ótakmarkaður hraði er leyfður. Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent
Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent