87% Frakka vilja ótakmarkaðan hámarkshraða Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 10:45 Á þýskri hraðbraut þar sem ótakmarkaður hraði er leyfður. Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent