87% Frakka vilja ótakmarkaðan hámarkshraða Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 10:45 Á þýskri hraðbraut þar sem ótakmarkaður hraði er leyfður. Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Í könnun sem gerð var meðal franskra ökumanna kom í ljós að 87% vilja ótakmarkaðan ökuhraða á betri hraðbrautum landsins. Franskir ökumenn hafa lengi öfundað nágranna sína í Þýskalandi þar sem víða er ótakmarkaður ökuhraði og komið hefur í ljós að á þeim vegum eru slys ekki tíðari en á þeim vegum þar sem ökuhraðinn er takmarkaður. Vildu margir frönsku ökumannanna meina að takmörkun á ökuhraða leiði til þess að þeir séu frekar utangátta og aki allir á sama hraðanum, alveg sama á hvaða akrein þeir séu og því komist enginn leiðar sinnar á þeim hraða sem hentar þeim best. Þeir sem mæltu á móti ótakmörkuðum ökuhraða bentu á að Frakkar séu ekki nógu agaðir til að leyfa ótakmarkaðan hraða. Þeir myndu ekki nota stefnuljósin á jafn agaðan hátt og Þjóðverjar og að akreinaskipti þeirra yrðu of tíð og óöguð. Spennandi verður að sjá hvort þessi könnun hafi einhver áhrif á ákvarðanir samgönguráðuneytisins í Frakklandi.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent