Bílaframleiðendur innkölluðu 60 milljónir bíla í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 12:30 Miklar innkallanir voru vegna gallaðra öryggispúða frá framleiðandanum Takata í Japan. Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent