Stjanan hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins en hinn átján ára Daði Lár Jónsson er aftur kominn til félagsins.
Daði Lár hélt til Bandaríkjanna í sumar og hóf nám við miðskóla (e. high school) í Norður-Karólínu. Fram kemur á karfan.is að hann hafi verið ósáttur við margt sem fór fram í skólanum, Gaston Day.
Á dögunum sneru bræðurnir Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir aftur til Grindavíkur eftir að hafa verið í námi í skóla í Bandaríkjunum í haust.
Stjarnan mætir Tindastóli á Sauðárkróki annað kvöld en þá hefst keppni í Domino's-deild karla á ný. Grindavík tekur þá á móti Haukum.
Þriðji strákurinn snýr heim frá Bandaríkjunum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
