Gunni Helga og Þorsteinn Guðmunds fengu listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 09:34 Leikararnir Gunnar Helgason og Þorsteinn Guðmundsson eru kampakátir með sín listamannalaun, sem þeir fengu þó ekki vegna leiklistarstarfsemi heldur fyrir grín og barnabókaskrif. Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira