Strandlengjan farin og fornminjar með Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2014 08:00 Myndirnar sýna hvernig gengið var frá eftir að vinnu lauk 2013 og hvernig hóllinn leit út eftir illviðrið. Allur neðri hluti hólsins upp í um metra hæð hefur brotnað af vegna ágangs sjávar, þ.ám. sandpokar sem settir höfðu verið til varnar. Annað rof hefur einnig aukist. myndir/FSÍ/Þór magnússon „Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15. öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Fornminjar Tengdar fréttir Hugsað sem björgunarrannsókn verminja 24. desember 2014 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15. öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með.
Fornminjar Tengdar fréttir Hugsað sem björgunarrannsókn verminja 24. desember 2014 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira