Tónlist fyrir freyðibað Jónas Sen skrifar 16. desember 2014 11:30 As Time Goes By Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku. Gagnrýni Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist: As Time Goes By Garðar Cortes og Trio Con Fuse The Setroc Record CompanyFyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans, Garðari Thor, þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disney-kenndar. Annað er uppi á teningnum á nýjum geisladiski með Garðari eldri. Þar syngur hann létt lög, m.a. djassstandarda við undirleik Trio Con Fuse (Robert Sund, Bertil Fernquis og Curt Andersson). Garðar syngur af ríkulegri tilfinningu, ekki eins og í óperu, heldur líkt og hann sé staddur í næturklúbbi í Las Vegas klukkan 2 um nóttu. Söngurinn er vissulega vandaður og dálítið skólaður, en hann er líka blátt áfram og dægurlagakenndur. Útsetningarnar eru í einföldum djassstíl, það er dinnerbragur á þeim sem er sjarmerandi. Friðrik Karlsson, sá mikli fagmaður, útsetti lögin af frábærri smekkvísi. Hvergi er neinu ofaukið, gítar, píanó og bassi fá að njóta sín í fullkomnum samhljómi. Heildaráferðin er óheft og flæðandi. Hljóðfæratríóið er líka flott, leikurinn er samtaka og líflegur, en ávallt afslappaður. Þessi geisladiskur er einstaklega skemmtilegur. Það er unaður að hlusta á hann og ég get vel ímyndað mér að hann sé kjörinn til að taka með sér í freyðibað eftir langan vinnudag.Niðurstaða: Skemmtilegur diskur, fallega sunginn, prýðilega spilaður, útsettur af fagmennsku.
Gagnrýni Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira