Tilbrigði við glæp Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 2. desember 2014 12:00 Snjór í myrkri. Bækur: Snjór í myrkri Sigurjón Magnússon UglaGlæpasögur hafa ekki bara verið áberandi og vinsælar meðal íslenskra lesenda undanfarna tvo áratugi, þær hafa líka haft margvísleg áhrif á aðrar bókmenntagreinar. Nokkur fjöldi skáldsagna sem hefur komið út undanfarin ár er undir áhrifum frá glæpasögum og taka formúlur þeirra og aðferðir til endurskoðunar, toga þær og teygja á ýmsa lund. Nýjasta skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, Snjór í myrkri, er ein þessara sagna, hún tekur býsna lunkinn snúning á glæpasöguformið þótt það sem mestu skiptir í þeim snúningi komi ekki í ljós fyrr en undir lokin þannig að rétt eins og þegar fjallað er um dæmigerða glæpasögu væri ljótt að ljóstra því upp hér. Aðalpersóna sögunnar heitir Daníel, hann er rithöfundur sem hefur skrifað eina miðlungsgóða glæpasögu en er atvinnulaus og verkefnalítill í upphafi sögunnar. Þá kemur verkefni upp í hendurnar á honum: bókaforlag biður hann að skrifa ævisögu söngkonu og pólitískrar baráttukonu sem fannst myrt tæpum þremur árum áður en sagan hefst. Daníel tekur verkefnið að sér og í hönd fer rannsókn á lífi söngkonunnar Lillu og aðdragandanum að morðinu. Leikurinn berst víða, til Ísafjarðar og Flateyrar og um ýmsa rangala borgarlífsins. Daníel er ekki atkvæðamikil aðalpersóna en upplýsingarnar og heimildamennirnir rata til hans engu að síður.Sigurjón MagnússonGlæpasöguhluti sögunnar er vel fléttaður og Sigurjóni tekst vel að nota formið til að kafa í spurningar sem snúast á endanum meira um siðferði og hugrekki persónanna til að standa með sjálfum sér og velja réttlæti umfram stundarhagsmuni og þægindi en hefðbundna glæparannsókn. Eins og í fyrri bókum Sigurjóns er ákveðinn kuldi yfir andrúmsloftinu í bókinni, persónurnar eru fjarlægar og tilfinningar þeirra virðast ekki rista djúpt, heimurinn sem sagan lýsir er harður og kaldhæðinn. Hvorki aðalpersónan né aðrar persónur sögunnar vekja sérstaka samúð lesandans, þær eru sannfærandi og vel smíðaðar frá höfundarins hendi en engin þeirra sem lifir söguna af er sérstaklega viðkunnanleg, og þetta endurspeglar heimsmynd sögunnar fullkomlega. Daníel segir sögu sína í fyrstu persónu og þótt hann lýsi meðal annars samskiptum sínum við konur komumst við aldrei nálægt honum, hann er kýnískur að upplagi. Það er helst að glitti í mýkri tilfinningar í söknuði hans eftir gömlum vini og drykkjufélaga sem hann hefur tapað sambandi við. Stíll sögunnar er sömuleiðis nokkuð kaldranalegur og á köflum mjög bókmálslegur og formlegur – það er helsti galli bókarinnar. En þótt samtölin verði á köflum nokkuð stirð og sögumannsröddin gömul dregur það ekki úr því að hér hefur Sigurjón sennilega skrifað sína bestu bók, þetta er spennandi og áríðandi bók um óskemmtilegt fólk.Niðurstaða:Vel heppnuð úrvinnsla úr glæpasagnaminnum, kaldranaleg skáldsaga um persónur sem standa frammi fyrir vali sem sker úr um innræti þeirra og siðferði. Gagnrýni Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Snjór í myrkri Sigurjón Magnússon UglaGlæpasögur hafa ekki bara verið áberandi og vinsælar meðal íslenskra lesenda undanfarna tvo áratugi, þær hafa líka haft margvísleg áhrif á aðrar bókmenntagreinar. Nokkur fjöldi skáldsagna sem hefur komið út undanfarin ár er undir áhrifum frá glæpasögum og taka formúlur þeirra og aðferðir til endurskoðunar, toga þær og teygja á ýmsa lund. Nýjasta skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, Snjór í myrkri, er ein þessara sagna, hún tekur býsna lunkinn snúning á glæpasöguformið þótt það sem mestu skiptir í þeim snúningi komi ekki í ljós fyrr en undir lokin þannig að rétt eins og þegar fjallað er um dæmigerða glæpasögu væri ljótt að ljóstra því upp hér. Aðalpersóna sögunnar heitir Daníel, hann er rithöfundur sem hefur skrifað eina miðlungsgóða glæpasögu en er atvinnulaus og verkefnalítill í upphafi sögunnar. Þá kemur verkefni upp í hendurnar á honum: bókaforlag biður hann að skrifa ævisögu söngkonu og pólitískrar baráttukonu sem fannst myrt tæpum þremur árum áður en sagan hefst. Daníel tekur verkefnið að sér og í hönd fer rannsókn á lífi söngkonunnar Lillu og aðdragandanum að morðinu. Leikurinn berst víða, til Ísafjarðar og Flateyrar og um ýmsa rangala borgarlífsins. Daníel er ekki atkvæðamikil aðalpersóna en upplýsingarnar og heimildamennirnir rata til hans engu að síður.Sigurjón MagnússonGlæpasöguhluti sögunnar er vel fléttaður og Sigurjóni tekst vel að nota formið til að kafa í spurningar sem snúast á endanum meira um siðferði og hugrekki persónanna til að standa með sjálfum sér og velja réttlæti umfram stundarhagsmuni og þægindi en hefðbundna glæparannsókn. Eins og í fyrri bókum Sigurjóns er ákveðinn kuldi yfir andrúmsloftinu í bókinni, persónurnar eru fjarlægar og tilfinningar þeirra virðast ekki rista djúpt, heimurinn sem sagan lýsir er harður og kaldhæðinn. Hvorki aðalpersónan né aðrar persónur sögunnar vekja sérstaka samúð lesandans, þær eru sannfærandi og vel smíðaðar frá höfundarins hendi en engin þeirra sem lifir söguna af er sérstaklega viðkunnanleg, og þetta endurspeglar heimsmynd sögunnar fullkomlega. Daníel segir sögu sína í fyrstu persónu og þótt hann lýsi meðal annars samskiptum sínum við konur komumst við aldrei nálægt honum, hann er kýnískur að upplagi. Það er helst að glitti í mýkri tilfinningar í söknuði hans eftir gömlum vini og drykkjufélaga sem hann hefur tapað sambandi við. Stíll sögunnar er sömuleiðis nokkuð kaldranalegur og á köflum mjög bókmálslegur og formlegur – það er helsti galli bókarinnar. En þótt samtölin verði á köflum nokkuð stirð og sögumannsröddin gömul dregur það ekki úr því að hér hefur Sigurjón sennilega skrifað sína bestu bók, þetta er spennandi og áríðandi bók um óskemmtilegt fólk.Niðurstaða:Vel heppnuð úrvinnsla úr glæpasagnaminnum, kaldranaleg skáldsaga um persónur sem standa frammi fyrir vali sem sker úr um innræti þeirra og siðferði.
Gagnrýni Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira