Eina hraðlest deildarinnar er í Frostaskjóli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2014 09:00 Pavel Ermolinskij er lestarstjórinn inni á vellinum og er með þrefalda tvennu að meðaltali í fyrstu fimm leikjum sínum í vetur. Fréttablaðið/Vilhelm KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni á fimmtudagskvöldið þegar Vesturbæingar unnu 31 stigs sigur í Borgarnesi. Íslandsmeistararnir eru á sömu hraðferð í gegnum deildarkeppnina og í fyrra þegar liðið tapaði aðeins einum leik af 22. KR hefur nú unnið átta fyrstu leiki sína annað árið í röð og það þarf að fara 22 ár aftur í tímann til að finna slíkt í úrvalsdeild karla eða síðan Jón Kr. Gíslason leiddi frábært Keflavíkurlið sem spilandi þjálfari.Hugtakið Keflavíkurhraðlestin Þetta voru tímabilin þar sem hugtakið Keflavíkurhraðlestin varð til en eina hraðlest úrvalsdeildarinnar í dag hefur nú aðsetur í Frostaskjólinu. Keflvíkingar mættu inn í 1992-93 tímabilið sem ríkjandi Íslandsmeistarar en líkt og KR-ingar í fyrra höfðu þeir misst af bikarnum árið á undan. Keflavíkurliðið átti frábært tímabil 1992-93 og vann tvöfalt þar sem liðið vann lokaúrslitin 3-0 og bikarúrslitaleikinn með 39 stiga mun. Keflvíkingar eru síðasta liðið á undan KR sem náði að vinna átta fyrstu leiki sína á tveimur tímabilum í röð en það þarf að fara enn lengra til að finna jafnoka KR-liðsins vinni liðið næsta leik. Síðasta liðið og það eina í sögu úrvalsdeildar karla til að vinna fyrstu níu leiki sína tvö tímabil í röð var Njarðvíkurliðið frá 1988-90. Njarðvíkingar unnu fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 1988-89 og ellefu fyrstu leiki sína tímabilið eftir. Njarðvíkingum tókst þó ekki að vinna titilinn því liðið sat eftir í undanúrslitunum bæði árin.Allt annar bandarískur leikmaður KR-liðið í ár er gríðarlega sterkt þrátt fyrir að menn hafi horft á eftir hinum frábæra Martin Hermannssyni út í skóla. Pavel Ermolinskij er með þrennu að meðaltali í leik, Helgi Már Magnússon les leikinn eins og opna bók, fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson gengur í þau verk sem þarf helst að leysa og ólíkt því sem var í fyrra eru KR-ingar nú með einn allra besta Bandaríkjamann deildarinnar. Þá má ekki gleyma öðrum sterkum leikmönnum, Darri Hilmarsson lætur til sína taka á báðum endum vallarins, Finnur Atli Magnússon er kominn aftur heim og kemur með mikla orku inn af bekknum og þá hefur Björn Kristjánsson nýtt sínar mínútur mjög vel. Finnur Freyr Stefánsson er á sínu öðru ári með liðið og þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu sem aðalþjálfari í meistaraflokki hefur honum tekist að fá marga stjörnuleikmenn til að vinna vel saman. KR-hjartað slær í þeim flestum og það skiptir miklu máli.8-0 boðar gott fyrir liðin 8-0 byrjun hefur boðað gott fyrir lið frá 2004. Öll fjögur liðin sem hafa unnið átta fyrstu leiki sína undanfarinn áratug hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn vorið eftir og átta af þeim ellefu sem hafa náð þessu í sögu úrvalsdeildar karla hafa farið alla leið og unnið stóra titilinn. Þetta boðar gott en skiptir litlu enda ekki pláss fyrir meiri titlapressu en einmitt á KR-liðinu í ár. KR-ingar lentu reyndar í vandræðum í leikjum sínum við ÍR og Tindastól í upphafi móts en hafa síðan unnið fjóra af fimm leikjum sínum með fimmtán stigum eða meira. KR-liðið hefur unnið 23 af 32 leikhlutum sínum í fyrstu átta umferðunum, þar af hafa Vesturbæingar aðeins tapað 4 af 20 leikhlutum í síðustu fimm leikjum. KR-liðið hefur nú unnið 18 deildarleiki í röð, átta fyrstu á þessu tímabili og þá tíu síðustu í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. Fyrr en varir verða menn farnir að fletta upp fleiri metum því það stefnir svo sannarlega í metavetur í Vesturbænum á þessu tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni á fimmtudagskvöldið þegar Vesturbæingar unnu 31 stigs sigur í Borgarnesi. Íslandsmeistararnir eru á sömu hraðferð í gegnum deildarkeppnina og í fyrra þegar liðið tapaði aðeins einum leik af 22. KR hefur nú unnið átta fyrstu leiki sína annað árið í röð og það þarf að fara 22 ár aftur í tímann til að finna slíkt í úrvalsdeild karla eða síðan Jón Kr. Gíslason leiddi frábært Keflavíkurlið sem spilandi þjálfari.Hugtakið Keflavíkurhraðlestin Þetta voru tímabilin þar sem hugtakið Keflavíkurhraðlestin varð til en eina hraðlest úrvalsdeildarinnar í dag hefur nú aðsetur í Frostaskjólinu. Keflvíkingar mættu inn í 1992-93 tímabilið sem ríkjandi Íslandsmeistarar en líkt og KR-ingar í fyrra höfðu þeir misst af bikarnum árið á undan. Keflavíkurliðið átti frábært tímabil 1992-93 og vann tvöfalt þar sem liðið vann lokaúrslitin 3-0 og bikarúrslitaleikinn með 39 stiga mun. Keflvíkingar eru síðasta liðið á undan KR sem náði að vinna átta fyrstu leiki sína á tveimur tímabilum í röð en það þarf að fara enn lengra til að finna jafnoka KR-liðsins vinni liðið næsta leik. Síðasta liðið og það eina í sögu úrvalsdeildar karla til að vinna fyrstu níu leiki sína tvö tímabil í röð var Njarðvíkurliðið frá 1988-90. Njarðvíkingar unnu fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 1988-89 og ellefu fyrstu leiki sína tímabilið eftir. Njarðvíkingum tókst þó ekki að vinna titilinn því liðið sat eftir í undanúrslitunum bæði árin.Allt annar bandarískur leikmaður KR-liðið í ár er gríðarlega sterkt þrátt fyrir að menn hafi horft á eftir hinum frábæra Martin Hermannssyni út í skóla. Pavel Ermolinskij er með þrennu að meðaltali í leik, Helgi Már Magnússon les leikinn eins og opna bók, fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson gengur í þau verk sem þarf helst að leysa og ólíkt því sem var í fyrra eru KR-ingar nú með einn allra besta Bandaríkjamann deildarinnar. Þá má ekki gleyma öðrum sterkum leikmönnum, Darri Hilmarsson lætur til sína taka á báðum endum vallarins, Finnur Atli Magnússon er kominn aftur heim og kemur með mikla orku inn af bekknum og þá hefur Björn Kristjánsson nýtt sínar mínútur mjög vel. Finnur Freyr Stefánsson er á sínu öðru ári með liðið og þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu sem aðalþjálfari í meistaraflokki hefur honum tekist að fá marga stjörnuleikmenn til að vinna vel saman. KR-hjartað slær í þeim flestum og það skiptir miklu máli.8-0 boðar gott fyrir liðin 8-0 byrjun hefur boðað gott fyrir lið frá 2004. Öll fjögur liðin sem hafa unnið átta fyrstu leiki sína undanfarinn áratug hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn vorið eftir og átta af þeim ellefu sem hafa náð þessu í sögu úrvalsdeildar karla hafa farið alla leið og unnið stóra titilinn. Þetta boðar gott en skiptir litlu enda ekki pláss fyrir meiri titlapressu en einmitt á KR-liðinu í ár. KR-ingar lentu reyndar í vandræðum í leikjum sínum við ÍR og Tindastól í upphafi móts en hafa síðan unnið fjóra af fimm leikjum sínum með fimmtán stigum eða meira. KR-liðið hefur unnið 23 af 32 leikhlutum sínum í fyrstu átta umferðunum, þar af hafa Vesturbæingar aðeins tapað 4 af 20 leikhlutum í síðustu fimm leikjum. KR-liðið hefur nú unnið 18 deildarleiki í röð, átta fyrstu á þessu tímabili og þá tíu síðustu í deildarkeppninni á síðustu leiktíð. Fyrr en varir verða menn farnir að fletta upp fleiri metum því það stefnir svo sannarlega í metavetur í Vesturbænum á þessu tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira