Hrífandi söngur, grár fiðluleikur Jónas Sen skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir „Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur. Gagnrýni Menning Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira