Hrífandi söngur, grár fiðluleikur Jónas Sen skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir „Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur. Gagnrýni Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira