Draumalandið Teitur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Eflaust er hægt að leggja ýmsa merkingu í fyrirsögn greinarinnar. Félagi minn Andri Snær skrifaði skemmtilega bók um það, pólitíkusar ræða það stöðugt og á undanförnum árum almenningur í verulega auknum mæli. Flest höfum við skoðun á draumalandinu sem slíku, sér í lagi ef það er Ísland sem fjallað er um. Ég ætla hins vegar ekki að minnast einu orði frekar á hið ástkæra ylhýra land okkar, heldur einblína á Draumalandið sjálft og ástæður þess að við þurfum að eiga slíkt og nýta það vel. Þekkingu okkar á svefni hefur fleygt fram á síðustu áratugum og eru flestir sammála því að hann er afar mikilvægur til að hvílast og hlaða batteríin. Uppbygging svefns er margslungið fyrirbæri og skiptist í 4 dýptarstig sem sveiflast frá léttum og yfir í djúpan svefn auk þess að skilgreinast sem svefn með og án svokallaðs REM (Rapid Eye Movement), en á þeim tíma er okkur að dreyma. Sá hluti tímans þar sem okkur dreymir er um fjórðungur af svefni fullorðinna en allt að helmingur hjá börnum okkar og eykst jafnan eftir því sem nær dregur morgni eða vökuástandi. Það er í hinu NONREM ástandi sem við hvílumst og endurnærumst og hafa svefntruflanir alla jafna mest áhrif á hinn djúpa svefn sem fer fram á þriðja og fjórða dýptarstigi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eðlilegur svefn breytist með aldrinum og er einnig að vissu leyti einstaklingsbundinn, en fullorðnir þurfa á bilinu 7-8 klukkustunda svefn á sólarhring að því er talið er, börn mun meira. Flestir kannast við það að dreyma, sumir bara dagdrauma, en þeir eru af öðrum toga. Einhverjir muna vel það sem þá dreymdi, enn aðrir hafa einungis óljósa tilfinningu fyrir því og í raun er talið að 95% einstaklinga muni ekki drauma sína, en ástæður þessa eru ekki fullkunnar. Draumar geta orðið mjög raunverulegir og jafnvel svo að viðkomandi vaknar upp með andfælum. Í þeim rannsóknum sem til eru varðandi draumfarir kemur fram að oftsinnis dreymir okkur einhvern sem við þekkjum eða könnumst við eða kringumstæður sem eru kunnuglegar. Sumir telja að þarna sé á ferðinni einhvers konar endurröðun á upplifunum okkar að degi til og vinnsla með minni okkar. Þekkt er að heilinn nýtir mismunandi hluta sína í svefni sem sést þegar gert er heilalínurit og virðist svo sem tilfinningar, upplifanir og jafnvel verkir séu hluti af upplifun þess sem dreymir.Undirliggjandi ástand Í samantekt um drauma almennt kemur fram að undirliggjandi ástand viðkomandi, spenna, samskiptavandi, streita og fleiri atriði hafi áhrif á það hvernig draum viðkomandi upplifir. Jákvæðar og neikvæðar hugsanir hafa þar að því er virðist mikil áhrif. Búið er að taka saman lista yfir þær tegundir drauma og tengingar sem virðast algengastar og eru atriðin alls 55 og má nefna í efsta sæti skóla, kennara og lærdóm. Töluvert er um að verið sé að eltast við viðkomandi, meiða, detta, fljúga, fara aftur í tíma, lenda í hamförum hvers konar, vera allsber og ýmsir draumar tengdir kynlífi og kynlífsathöfnum eru vel þekktir. Blauti draumurinn þar sem ungir karlar fá sáðlát tengist þessu og aukningu í testósterón-magni táningsins á uppvaxtarárum, en konur upplifa slíkt hið sama að því er talið er. Margvíslegar tegundir martraða og truflana er þekkt að komi fram tengt álagi, sjúkdómum, lyfjum, áfengis- og vímuefnaneyslu og þannig mætti lengi telja. Vangaveltur um það hvers vegna okkur dreymir eru margar og ástæðurnar ekki þekktar að fullu, vinnsla með minnið eins og sagði að ofan, túlkun á taugaviðbrögðum, undirmeðvitundin að sýsla með þrár og óskir, einhvers konar slökun og svo framvegis. Svo virðist sem í draumsvefni sé líkaminn líka lamaður að vissu leyti og er vitað að taugar sem næra vöðva líkamans bregðast við þessu áreiti með því að leyfa ekki eðlilegan framgang taugaboða. Þannig sé komið í veg fyrir það að við „lifum“ drauminn ef svo má að orði komast og getum gert okkur skaða, t.d. ef í draumi við erum að flýja eða forðast eitthvað. Það að ganga í svefni er hins vegar oftast í NONREM ástandi þó svo það sé til að rjúfa REM ástand með hreyfingu er það mun sjaldgæfara. Þannig má segja að þeir sem gangi í svefni séu almennt ekki í draumaheimi á sama tíma. Við verðum að sofa, það vitum við í dag mætavel og einungis þannig getum við tekið áskorunum næsta dags. Vísindamenn eiga þó enn töluvert langt í land með að leysa ráðgátuna um drauminn, ljóst er að draumalandið er sveipað dulúð sem gerir það spennandi og seiðandi í senn. Stundum er gott að geta ekki útskýrt allt, dreymi ykkur vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Eflaust er hægt að leggja ýmsa merkingu í fyrirsögn greinarinnar. Félagi minn Andri Snær skrifaði skemmtilega bók um það, pólitíkusar ræða það stöðugt og á undanförnum árum almenningur í verulega auknum mæli. Flest höfum við skoðun á draumalandinu sem slíku, sér í lagi ef það er Ísland sem fjallað er um. Ég ætla hins vegar ekki að minnast einu orði frekar á hið ástkæra ylhýra land okkar, heldur einblína á Draumalandið sjálft og ástæður þess að við þurfum að eiga slíkt og nýta það vel. Þekkingu okkar á svefni hefur fleygt fram á síðustu áratugum og eru flestir sammála því að hann er afar mikilvægur til að hvílast og hlaða batteríin. Uppbygging svefns er margslungið fyrirbæri og skiptist í 4 dýptarstig sem sveiflast frá léttum og yfir í djúpan svefn auk þess að skilgreinast sem svefn með og án svokallaðs REM (Rapid Eye Movement), en á þeim tíma er okkur að dreyma. Sá hluti tímans þar sem okkur dreymir er um fjórðungur af svefni fullorðinna en allt að helmingur hjá börnum okkar og eykst jafnan eftir því sem nær dregur morgni eða vökuástandi. Það er í hinu NONREM ástandi sem við hvílumst og endurnærumst og hafa svefntruflanir alla jafna mest áhrif á hinn djúpa svefn sem fer fram á þriðja og fjórða dýptarstigi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eðlilegur svefn breytist með aldrinum og er einnig að vissu leyti einstaklingsbundinn, en fullorðnir þurfa á bilinu 7-8 klukkustunda svefn á sólarhring að því er talið er, börn mun meira. Flestir kannast við það að dreyma, sumir bara dagdrauma, en þeir eru af öðrum toga. Einhverjir muna vel það sem þá dreymdi, enn aðrir hafa einungis óljósa tilfinningu fyrir því og í raun er talið að 95% einstaklinga muni ekki drauma sína, en ástæður þessa eru ekki fullkunnar. Draumar geta orðið mjög raunverulegir og jafnvel svo að viðkomandi vaknar upp með andfælum. Í þeim rannsóknum sem til eru varðandi draumfarir kemur fram að oftsinnis dreymir okkur einhvern sem við þekkjum eða könnumst við eða kringumstæður sem eru kunnuglegar. Sumir telja að þarna sé á ferðinni einhvers konar endurröðun á upplifunum okkar að degi til og vinnsla með minni okkar. Þekkt er að heilinn nýtir mismunandi hluta sína í svefni sem sést þegar gert er heilalínurit og virðist svo sem tilfinningar, upplifanir og jafnvel verkir séu hluti af upplifun þess sem dreymir.Undirliggjandi ástand Í samantekt um drauma almennt kemur fram að undirliggjandi ástand viðkomandi, spenna, samskiptavandi, streita og fleiri atriði hafi áhrif á það hvernig draum viðkomandi upplifir. Jákvæðar og neikvæðar hugsanir hafa þar að því er virðist mikil áhrif. Búið er að taka saman lista yfir þær tegundir drauma og tengingar sem virðast algengastar og eru atriðin alls 55 og má nefna í efsta sæti skóla, kennara og lærdóm. Töluvert er um að verið sé að eltast við viðkomandi, meiða, detta, fljúga, fara aftur í tíma, lenda í hamförum hvers konar, vera allsber og ýmsir draumar tengdir kynlífi og kynlífsathöfnum eru vel þekktir. Blauti draumurinn þar sem ungir karlar fá sáðlát tengist þessu og aukningu í testósterón-magni táningsins á uppvaxtarárum, en konur upplifa slíkt hið sama að því er talið er. Margvíslegar tegundir martraða og truflana er þekkt að komi fram tengt álagi, sjúkdómum, lyfjum, áfengis- og vímuefnaneyslu og þannig mætti lengi telja. Vangaveltur um það hvers vegna okkur dreymir eru margar og ástæðurnar ekki þekktar að fullu, vinnsla með minnið eins og sagði að ofan, túlkun á taugaviðbrögðum, undirmeðvitundin að sýsla með þrár og óskir, einhvers konar slökun og svo framvegis. Svo virðist sem í draumsvefni sé líkaminn líka lamaður að vissu leyti og er vitað að taugar sem næra vöðva líkamans bregðast við þessu áreiti með því að leyfa ekki eðlilegan framgang taugaboða. Þannig sé komið í veg fyrir það að við „lifum“ drauminn ef svo má að orði komast og getum gert okkur skaða, t.d. ef í draumi við erum að flýja eða forðast eitthvað. Það að ganga í svefni er hins vegar oftast í NONREM ástandi þó svo það sé til að rjúfa REM ástand með hreyfingu er það mun sjaldgæfara. Þannig má segja að þeir sem gangi í svefni séu almennt ekki í draumaheimi á sama tíma. Við verðum að sofa, það vitum við í dag mætavel og einungis þannig getum við tekið áskorunum næsta dags. Vísindamenn eiga þó enn töluvert langt í land með að leysa ráðgátuna um drauminn, ljóst er að draumalandið er sveipað dulúð sem gerir það spennandi og seiðandi í senn. Stundum er gott að geta ekki útskýrt allt, dreymi ykkur vel!