Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2014 06:00 Sivok fagnar hér marki með Tékkum. Vísir/Getty Varnarmaðurinn Tomas Sivok segir að lið Tékklands stefni vitanlega á sigur í leiknum gegn Íslandi á sunnudag en á von á erfiðri viðureign. Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús stiga á toppi A-riðils en strákarnir okkar eru í toppsætinu með betra markahlutfall en lið Tékka. „Við viljum ná í öll þau stig sem eru í boði,“ sagði Sivoc sem leikur með Besiktas í Tyrklandi. „En við erum með Hollandi í riðli og eigum tvo erfiða útileiki [gegn Tyrklandi og Íslandi] og það er því erfitt að reikna með að það takist.“ Hann segir að erfitt verkefni bíði liðsins nú á sunnudag. „Það er líklega ekkert lið í riðlinum betur skipulagt en lið Íslands en margir leikmenn liðsins hafa verið að spila saman síðan þeir voru sautján ára gamlir. Þeir gjörþekkja hverjir aðra og úrslitin tala sínu máli. Tölfræðin er líka á bandi Íslands sem hefur ekki enn fengið á sig mark.“ Hann segir að fram undan sé hörð barátta um efstu sæti riðilsins en eins og flestir reiknar hann með því að Hollendingar muni blanda sér í toppbaráttuna af miklum krafti þrátt fyrir slæma byrjun í undankeppninni. „Hollendingar eiga mikið inni og ég held að hvert einasta stig komi til með að skipta öllu máli fyrir okkur. Það yrði risastórt skref fyrir okkur að vinna Ísland á sunnudag.“ Hann segir að íslenska liðið sé sterkara en það hollenska. „Holland er með stærri leikmenn og þekktari en Íslendingar hafa náð að spila betur og fylgja eftir sinni hugmyndafræði – að minnsta kosti miðað við það sem ég hef séð í leikjum Íslands til þessa.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Sjá meira
Varnarmaðurinn Tomas Sivok segir að lið Tékklands stefni vitanlega á sigur í leiknum gegn Íslandi á sunnudag en á von á erfiðri viðureign. Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús stiga á toppi A-riðils en strákarnir okkar eru í toppsætinu með betra markahlutfall en lið Tékka. „Við viljum ná í öll þau stig sem eru í boði,“ sagði Sivoc sem leikur með Besiktas í Tyrklandi. „En við erum með Hollandi í riðli og eigum tvo erfiða útileiki [gegn Tyrklandi og Íslandi] og það er því erfitt að reikna með að það takist.“ Hann segir að erfitt verkefni bíði liðsins nú á sunnudag. „Það er líklega ekkert lið í riðlinum betur skipulagt en lið Íslands en margir leikmenn liðsins hafa verið að spila saman síðan þeir voru sautján ára gamlir. Þeir gjörþekkja hverjir aðra og úrslitin tala sínu máli. Tölfræðin er líka á bandi Íslands sem hefur ekki enn fengið á sig mark.“ Hann segir að fram undan sé hörð barátta um efstu sæti riðilsins en eins og flestir reiknar hann með því að Hollendingar muni blanda sér í toppbaráttuna af miklum krafti þrátt fyrir slæma byrjun í undankeppninni. „Hollendingar eiga mikið inni og ég held að hvert einasta stig komi til með að skipta öllu máli fyrir okkur. Það yrði risastórt skref fyrir okkur að vinna Ísland á sunnudag.“ Hann segir að íslenska liðið sé sterkara en það hollenska. „Holland er með stærri leikmenn og þekktari en Íslendingar hafa náð að spila betur og fylgja eftir sinni hugmyndafræði – að minnsta kosti miðað við það sem ég hef séð í leikjum Íslands til þessa.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? Sjá meira