Fylking engla 1. nóvember 2014 00:01 Það var eitt eftir sem hinn önnum kafni Gabríel engill þurfti að sinna fyrir jólin. Hann varð að segja einhverjum frá því að Jesús væri fæddur. Hann gat sagt einhverjum valdamiklum manni frá því eins og til dæmis konunginum. Hann gat farið á fund trúarleiðtoganna eins og til dæmis æðsta prestsins og sagt frá barninu nýfædda. Þá gat hann farið til einhvers auðmannsins eins og til dæmis ríkasta mannsins í Betlehem og sagt honum tíðindin. Nei, Gabríel ákvað að segja fjárhirðunum frá þessum tíðindum, ósköp venjulegum fjárhirðum sem voru ekki svo ólíkir okkur. Þeir gættu hjarðar sinnar úti í haga skammt frá hæð einni. Degi var tekið að halla og rökkrið seig yfir. Einn fjárhirðinn tók að syfja og vildi leggjast til svefns. En einmitt á þeirri stundu birtist Gabríel og frá honum streymdu leiftrandi geislar, silfurhvítir og gullnir! Þetta var alveg eins og þegar María og Sakaría sáu hann. „Verið óhræddir," sagði hann við hirðana og hann brosti með sjálfum sér því þetta hljómaði eitthvað svo undarlega. Auðvitað voru þeir hræddir! Hver hefði ekki orðið það? Þeir höfðu aldrei áður séð engil. Þarna stóðu þeir skjálfandi á beinunum eins og hræddar kindur. „Ég flyt ykkur gleðitíðindi," útskýrði Gabríel. „Guð hefur sent þann í heiminn sem færir gleði og hamingju til allra manna í myrkri lífsins. Sá sem hann sendir fæddist nú í nótt í Betlehem, og borgin sú er ekki langt undan. Farið þangað og þið munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu." En nú var Gabríel ekki lengur einn á ferð. Fleiri englar þyrptust að honum. Í fyrstu voru þeir eins og hvítar kindur í svartri nóttinni sem grúfði yfir öllu. Bjarminn frá þeim og hvít ullin á kindunum runnu saman í eitt. Hirðarnir fylgdust undrandi með og englarnir breiddu út vængi sína og söngurinn ómaði frá þeim: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu!" Þegar söngurinn þagnaði hurfu þeir og skildu hirðana eina eftir. Á einu andartaki voru þeir horfnir! Fjárhirðarnir spruttu á fætur og hröðuðu sér til Betlehem. Þar fundu þeir Maríu og Jósef og barnið í jötunni. Þeir sögðu gistihússeigandanum og konu hans frá því sem þeir höfðu séð um nóttina. Já þeir sögðu hverjum þeim sem heyra vildi frá viðburðum næturinnar. Allir sem á hlýddu fylltust undrun og áttu ekki orð til að lýsa gleði sinni. En María hneigði höfuð sitt og brosti blíðlega eins og hún hefði einmitt búist við því að svona yrði þetta. Fjárhirðarnir héldu aftur til hæðarinnar og sungu við raust á leið sinni. Þeir hlógu og skelltu upp úr í gleði sinni. Himinninn hvelfdist yfir þá og þeir störðu upp svona til vonar og vara ef önnur fylking engla myndi birtast! Úr bókinni "Jólasögur frá ýmsum löndum" sem Bob Hartman tók saman og Hreinn Hákonarson þýddi. Skálholtsútgáfan gaf út árið 2001. Jól Mest lesið Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin
Það var eitt eftir sem hinn önnum kafni Gabríel engill þurfti að sinna fyrir jólin. Hann varð að segja einhverjum frá því að Jesús væri fæddur. Hann gat sagt einhverjum valdamiklum manni frá því eins og til dæmis konunginum. Hann gat farið á fund trúarleiðtoganna eins og til dæmis æðsta prestsins og sagt frá barninu nýfædda. Þá gat hann farið til einhvers auðmannsins eins og til dæmis ríkasta mannsins í Betlehem og sagt honum tíðindin. Nei, Gabríel ákvað að segja fjárhirðunum frá þessum tíðindum, ósköp venjulegum fjárhirðum sem voru ekki svo ólíkir okkur. Þeir gættu hjarðar sinnar úti í haga skammt frá hæð einni. Degi var tekið að halla og rökkrið seig yfir. Einn fjárhirðinn tók að syfja og vildi leggjast til svefns. En einmitt á þeirri stundu birtist Gabríel og frá honum streymdu leiftrandi geislar, silfurhvítir og gullnir! Þetta var alveg eins og þegar María og Sakaría sáu hann. „Verið óhræddir," sagði hann við hirðana og hann brosti með sjálfum sér því þetta hljómaði eitthvað svo undarlega. Auðvitað voru þeir hræddir! Hver hefði ekki orðið það? Þeir höfðu aldrei áður séð engil. Þarna stóðu þeir skjálfandi á beinunum eins og hræddar kindur. „Ég flyt ykkur gleðitíðindi," útskýrði Gabríel. „Guð hefur sent þann í heiminn sem færir gleði og hamingju til allra manna í myrkri lífsins. Sá sem hann sendir fæddist nú í nótt í Betlehem, og borgin sú er ekki langt undan. Farið þangað og þið munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu." En nú var Gabríel ekki lengur einn á ferð. Fleiri englar þyrptust að honum. Í fyrstu voru þeir eins og hvítar kindur í svartri nóttinni sem grúfði yfir öllu. Bjarminn frá þeim og hvít ullin á kindunum runnu saman í eitt. Hirðarnir fylgdust undrandi með og englarnir breiddu út vængi sína og söngurinn ómaði frá þeim: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu!" Þegar söngurinn þagnaði hurfu þeir og skildu hirðana eina eftir. Á einu andartaki voru þeir horfnir! Fjárhirðarnir spruttu á fætur og hröðuðu sér til Betlehem. Þar fundu þeir Maríu og Jósef og barnið í jötunni. Þeir sögðu gistihússeigandanum og konu hans frá því sem þeir höfðu séð um nóttina. Já þeir sögðu hverjum þeim sem heyra vildi frá viðburðum næturinnar. Allir sem á hlýddu fylltust undrun og áttu ekki orð til að lýsa gleði sinni. En María hneigði höfuð sitt og brosti blíðlega eins og hún hefði einmitt búist við því að svona yrði þetta. Fjárhirðarnir héldu aftur til hæðarinnar og sungu við raust á leið sinni. Þeir hlógu og skelltu upp úr í gleði sinni. Himinninn hvelfdist yfir þá og þeir störðu upp svona til vonar og vara ef önnur fylking engla myndi birtast! Úr bókinni "Jólasögur frá ýmsum löndum" sem Bob Hartman tók saman og Hreinn Hákonarson þýddi. Skálholtsútgáfan gaf út árið 2001.
Jól Mest lesið Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin