Barnamyndir Berglind Pétursdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Ég er komin á þann aldur að mjög margir vinir mínir og kunningjar eru að eignast sín fyrstu börn. Fólk sem maður fylgdist með prófa sígó í fyrsta sinn er nú komið á fullt í hreiðurgerð og heklar heimferðarsett eins og það eigi lífið að leysa. Upp á síðkastið hefur verið óvenju stór sprengja af barnamyndum á internetinu mínu. Til hamingju með prinsinn, ó hvað hún er sæt, njótið elsku foreldrar, bla bla bla. Ég læka bara myndirnar, viðurkenni þar með og staðfesti tilvist krílisins og hlakka til að hitta það í raunheimum. Hugur minn er of upptekinn við að kryfja og komast til botns í vangaveltum eins og; „geta hundar lært að lesa?“ eða „keyra strætóbílstjórar í vinnuna?“ til þess að semja nýja og persónulega kveðju fyrir hvern unga fyrir sig. Þegar maður eignast fyrsta barn eru nokkrir hlutir sem þarf að huga að. Einn sá mikilvægasti er að um leið og kollurinn gægist út milli læra móðurinnar (eða er dreginn upp úr keisaraskurðinum, hvernig sem þetta fer) verða að vera komnar myndir af barninu í bæði haus- og prófílmynd á Facebook, um leið. Ef þú heldur áfram að vera með bumbumyndina halda allir að þér finnist barnið þitt of ljótt og leiðinlegt til að monta þig af því. Og ef þú ert bara með einhverja gamla djammmynd á forsíðunni ertu bara klikkaður. Sumireru mótfallnir barnamyndum á internetinu. Finnst þetta of persónulegar myndir og vilja hafa þær lokaðar af í albúmi uppi í hillu. Við þetta fólk vil ég segja: Hvað er að ykkur? Börn eru, ásamt skýjahnoðrum, það krúttlegasta í þessari veröld og ekki segja mér að feitt ungabarn með fyndinn svip sé að skemma fyrir ykkur daginn. Éghvet hins vegar hina vini mína sem eru ekki að eignast börn til að taka miklu fleiri sjálfs- og djammmyndir og birta þær á netinu. Ég skal læka þær allar, því ég elska alla vini mína jafnt, hvort sem þeir eru að eignast börn eða glænýja hálflítra af bjór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Ég er komin á þann aldur að mjög margir vinir mínir og kunningjar eru að eignast sín fyrstu börn. Fólk sem maður fylgdist með prófa sígó í fyrsta sinn er nú komið á fullt í hreiðurgerð og heklar heimferðarsett eins og það eigi lífið að leysa. Upp á síðkastið hefur verið óvenju stór sprengja af barnamyndum á internetinu mínu. Til hamingju með prinsinn, ó hvað hún er sæt, njótið elsku foreldrar, bla bla bla. Ég læka bara myndirnar, viðurkenni þar með og staðfesti tilvist krílisins og hlakka til að hitta það í raunheimum. Hugur minn er of upptekinn við að kryfja og komast til botns í vangaveltum eins og; „geta hundar lært að lesa?“ eða „keyra strætóbílstjórar í vinnuna?“ til þess að semja nýja og persónulega kveðju fyrir hvern unga fyrir sig. Þegar maður eignast fyrsta barn eru nokkrir hlutir sem þarf að huga að. Einn sá mikilvægasti er að um leið og kollurinn gægist út milli læra móðurinnar (eða er dreginn upp úr keisaraskurðinum, hvernig sem þetta fer) verða að vera komnar myndir af barninu í bæði haus- og prófílmynd á Facebook, um leið. Ef þú heldur áfram að vera með bumbumyndina halda allir að þér finnist barnið þitt of ljótt og leiðinlegt til að monta þig af því. Og ef þú ert bara með einhverja gamla djammmynd á forsíðunni ertu bara klikkaður. Sumireru mótfallnir barnamyndum á internetinu. Finnst þetta of persónulegar myndir og vilja hafa þær lokaðar af í albúmi uppi í hillu. Við þetta fólk vil ég segja: Hvað er að ykkur? Börn eru, ásamt skýjahnoðrum, það krúttlegasta í þessari veröld og ekki segja mér að feitt ungabarn með fyndinn svip sé að skemma fyrir ykkur daginn. Éghvet hins vegar hina vini mína sem eru ekki að eignast börn til að taka miklu fleiri sjálfs- og djammmyndir og birta þær á netinu. Ég skal læka þær allar, því ég elska alla vini mína jafnt, hvort sem þeir eru að eignast börn eða glænýja hálflítra af bjór.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun