Lifum í núinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. október 2014 00:00 Ef ég fullyrti að allt hefði verið betra fyrir tuttugu árum myndu margir jafnaldrar mínir eflaust taka í sama streng. Að minnsta kosti hvað menningarafurðir varðar. Kvikmyndir og tónlist náðu einhverjum kreatífum toppi um miðbik tíunda áratugarins og flest allt hefur farið hallandi fæti síðan. Ekki satt? Nei, ég ætla að sleppa slíkum fullyrðingum þó ég hafi stundum verið á þessari skoðun. Ég er nefnilega nokkuð viss um að fólkið sem er tíu árum eldra en ég hugsar nákvæmlega eins um miðjan níunda áratuginn. Sextugir menntaskólakennarar toppuðu á sama tíma og seventísrokkið. Afar mínir og ömmur á sama tíma og Raggi Bjarna. Tvítuga fólkinu í dag er drullusama um Jurassic Park, Unplugged in New York og hvað Pamela Anderson var mikil gella. Ef þau vita hver hún er finnst þeim hún álíka merkileg og mér finnst Bo Derek. Ástæðan fyrir því að mér þykir mun vænna um David Robinson en LeBron James er sú að þegar Robinson var upp á sitt besta bjó ég í líknarbelg. Ég var verndaður fyrir alvöru fullorðinsáranna, hafði aldrei lent í ástarsorg og þurfti ekki að borga húsaleigu. Ég hafði engar áhyggjur af því að þriggja tíma Beavis & Butthead-maraþon um miðjar nætur gæti orsakað atvinnumissi og heimilisleysi í kjölfarið. Dúnmjúkur heimurinn snerist um rassgatið á sjálfum mér og hann endaði við bæjarmörk Garðabæjar í norðri og suðri. Ég tengi David Robinson því við fullkomið öryggi og algjört áhyggjuleysi. Ég nenni hins vegar ekki að breytast í menningarlegan steingerving. Nostalgía er yndisleg upp að vissu marki en hún getur líka drepið okkur öll. Tíminn er núna. Njótum þess sem fólk er að gera í dag. Sumt af því er alveg frábært. Við þurfum bara að nenna og þora að leita það uppi. En þetta er fín lína. Fátt er vandræðalegra en hálffertugur maður sem rembist við að reyna að skilja tónlistina sem sonur hans fílar. Er ég kannski farinn að tala gegn inntaki pistilsins? Ég er farinn að hlusta á Dookie og borga reikninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Ef ég fullyrti að allt hefði verið betra fyrir tuttugu árum myndu margir jafnaldrar mínir eflaust taka í sama streng. Að minnsta kosti hvað menningarafurðir varðar. Kvikmyndir og tónlist náðu einhverjum kreatífum toppi um miðbik tíunda áratugarins og flest allt hefur farið hallandi fæti síðan. Ekki satt? Nei, ég ætla að sleppa slíkum fullyrðingum þó ég hafi stundum verið á þessari skoðun. Ég er nefnilega nokkuð viss um að fólkið sem er tíu árum eldra en ég hugsar nákvæmlega eins um miðjan níunda áratuginn. Sextugir menntaskólakennarar toppuðu á sama tíma og seventísrokkið. Afar mínir og ömmur á sama tíma og Raggi Bjarna. Tvítuga fólkinu í dag er drullusama um Jurassic Park, Unplugged in New York og hvað Pamela Anderson var mikil gella. Ef þau vita hver hún er finnst þeim hún álíka merkileg og mér finnst Bo Derek. Ástæðan fyrir því að mér þykir mun vænna um David Robinson en LeBron James er sú að þegar Robinson var upp á sitt besta bjó ég í líknarbelg. Ég var verndaður fyrir alvöru fullorðinsáranna, hafði aldrei lent í ástarsorg og þurfti ekki að borga húsaleigu. Ég hafði engar áhyggjur af því að þriggja tíma Beavis & Butthead-maraþon um miðjar nætur gæti orsakað atvinnumissi og heimilisleysi í kjölfarið. Dúnmjúkur heimurinn snerist um rassgatið á sjálfum mér og hann endaði við bæjarmörk Garðabæjar í norðri og suðri. Ég tengi David Robinson því við fullkomið öryggi og algjört áhyggjuleysi. Ég nenni hins vegar ekki að breytast í menningarlegan steingerving. Nostalgía er yndisleg upp að vissu marki en hún getur líka drepið okkur öll. Tíminn er núna. Njótum þess sem fólk er að gera í dag. Sumt af því er alveg frábært. Við þurfum bara að nenna og þora að leita það uppi. En þetta er fín lína. Fátt er vandræðalegra en hálffertugur maður sem rembist við að reyna að skilja tónlistina sem sonur hans fílar. Er ég kannski farinn að tala gegn inntaki pistilsins? Ég er farinn að hlusta á Dookie og borga reikninga.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun