Símalánaþjónusta Seðlabankans Sigurjón M. Egilsson skrifar 18. október 2014 07:00 Vissulega kom á óvart að hið stóra neyðarlán Seðlabanka Íslands hafi verið veitt og afgreitt í símtali milli Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. Eins vekur furðu að ekki hafi nein skuldaskjöl eða tryggingar verið undirrituð áður en Seðlabankinn millifærði um 85 milljarða íslenskra króna, eða réttara sagt fimm hundruð milljónir evra, inn á reikning Kaupþings. Þetta minnir á smálánaþjónustuna sem auglýst er ítrekað. Þar er reyndar, ef rétt er skilið, stuðst við sms-skilaboð, og peningar eru þá lagðir inn á reikninga viðkomandi samtímis. En 85 milljarðar króna. Rétt um helmingur gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar á þeim tíma. Hreiðar Már skrifaði ágæta grein hér í Fréttablaðið í gær. Þar lýsir hann atburðarásinni, séða frá hans eigin sjónarhorni. Hann skrifar meðal annars: „Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín. Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings.“ Þetta sjónarhorn á atburði dagsins 6. október 2008 kallar enn frekar á að við fáum að vita allt, fáum að vita hvaða ákvarðanir voru teknar og hvers vegna var ákveðið að lána Kaupþingi svo mikla peninga, dagsparti áður en neyðarlögin voru sett á sama dag. Símtal þeirra Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde skiptir þar miklu máli. Miklir peningar voru millifærðir frá Seðlabankanum og til Kaupþings þennan dag. Hreiðar Már segir, í greininni góðu, að stjórnendur Kaupþings hafi trúað að með þá peninga myndi takast að bjarga Kaupþingi. Hvað um það. Hann segir í framhaldi af því: „Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi.“ Nú er upplýst að jafnvirði um 85 milljarða króna voru lánaðar án þess að gengið hafi verið frá lánaskjölum og tryggingum. Hvers vegna? Hvað vakti fyrir mönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Vissulega kom á óvart að hið stóra neyðarlán Seðlabanka Íslands hafi verið veitt og afgreitt í símtali milli Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, og Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans. Eins vekur furðu að ekki hafi nein skuldaskjöl eða tryggingar verið undirrituð áður en Seðlabankinn millifærði um 85 milljarða íslenskra króna, eða réttara sagt fimm hundruð milljónir evra, inn á reikning Kaupþings. Þetta minnir á smálánaþjónustuna sem auglýst er ítrekað. Þar er reyndar, ef rétt er skilið, stuðst við sms-skilaboð, og peningar eru þá lagðir inn á reikninga viðkomandi samtímis. En 85 milljarðar króna. Rétt um helmingur gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar á þeim tíma. Hreiðar Már skrifaði ágæta grein hér í Fréttablaðið í gær. Þar lýsir hann atburðarásinni, séða frá hans eigin sjónarhorni. Hann skrifar meðal annars: „Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín. Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings.“ Þetta sjónarhorn á atburði dagsins 6. október 2008 kallar enn frekar á að við fáum að vita allt, fáum að vita hvaða ákvarðanir voru teknar og hvers vegna var ákveðið að lána Kaupþingi svo mikla peninga, dagsparti áður en neyðarlögin voru sett á sama dag. Símtal þeirra Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde skiptir þar miklu máli. Miklir peningar voru millifærðir frá Seðlabankanum og til Kaupþings þennan dag. Hreiðar Már segir, í greininni góðu, að stjórnendur Kaupþings hafi trúað að með þá peninga myndi takast að bjarga Kaupþingi. Hvað um það. Hann segir í framhaldi af því: „Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi.“ Nú er upplýst að jafnvirði um 85 milljarða króna voru lánaðar án þess að gengið hafi verið frá lánaskjölum og tryggingum. Hvers vegna? Hvað vakti fyrir mönnum?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun