Yppa bara öxlum Sigurjón M. Egilsson skrifar 15. október 2014 07:00 Fréttablaðið hefur sagt fréttir af launaskrifstofu ríkisins þar sem ekkert er vitað um fjarvistir starfsfólks, þessa stærsta launagreiðenda í landinu, og ekkert er vitað um hvort og þá hversu margt starfsfólk þarf til starfa á komandi tímum. Mikil þörf er á þessum upplýsingum, samt eru þær ekki tiltækar. Fréttablaðið hefur einnig sagt frá að einstaka læknar ávísa lyfjum til veikra einstaklinga langt umfram þörf, vegna veikinda. Nefnd hafa verið afar sorgleg tilefni þess vegna. Hjá landlækni er staðan ámóta og hjá launaskrifstofu ríkisins. Ekkert utanumhald er um málið. Hér er um dauðans alvöru að ræða. Á síðasta ári komu á borð embættisins 314 mál sem sneru að misnotkun ávanabindandi lyfja, bæði er varða einstaklinga, sem grunur leikur á að misnoti lyf, og lækna, sem taldir eru ávísa slíkum lyfjum í of miklu magni. Sérstakt lyfjateymi er starfrækt innan embættisins sem Ólafur Einarsson líffræðingur heldur utan um. Ólafur sagði, í samtali við Fréttablaðið, að langan tíma taki að vinna úr hverju máli og oft sé erfitt að fá þær upplýsingar sem óskað sé eftir vegna tiltekinna mála. Og hvers vegna? Jú, embættið er fjársvelt og erfitt er að sinna öllum þeim fjölda mála sem þarf að sinna. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Markús Kristjánsson, föður konu sem lést í maí á síðasta ári. Hún hafði strítt við meltingarsjúkdóm en það var ekki það sem dró hana til bana heldur misnotkun ávanabindandi lyfja sem læknar höfðu ávísað á hana vegna sjúkdómsins. Á rúmlega hálfs árs fresti fékk hún ávísað frá sama lækni 2.200 töflum af Ketogan sem er sterkt morfínlyf. Læknirinn fékk áminningu frá landlækni en hefur enn leyfi til að gefa út lyfseðla og starfar sem læknir. Ólafur Einarsson hjá landlækni sagði að það vantaði fleiri til að starfa að eftirliti við lyfjagagnagrunn sem er nú til reynslu hjá embættinu. Allar lyfjaávísanir eru keyrðar út í gegnum lyfjagagnagrunn og farið er yfir þær. Einnig er fylgst með gagnagrunninum og læknar spurðir út í ef talið er að þeir ávísi of miklu af lyfjum. En samt er ekki hægt að hafa auga með, eða koma í veg fyrir, að einstaka læknar ávísi banvænum skömmtum til fólks sem er veikt, oft af fíkn. Peningaleysi er kennt um. Vandinn er þekktur, en úrræðin ekki. Á sama tíma veit ekki nokkur maður hver þörf hins opinbera er hvað varðar starfsfólk á næstu árum. Að sama skapi veit ekki nokkur maður hve mikil frávik eru frá vinnu hjá hinu opinbera, til dæmis vegna veikinda. Enginn hefur tekið þetta saman og enginn veit eitt eða neitt um þessi mál. Sama er að segja um starfsmannaveltuna. Gunnar Björnsson, sem er skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofunnar, segir allar upplýsingar til en ekkert hafi verið gert til að vinna úr þeim. „Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu og mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ sagði Gunnar í frétt í Fréttablaðinu. „Við höfum lengi ætlað að vinna þessar skilgreiningar en ekki komist til þess,“ sagði skrifstofustjórinn. Á meðan er allt á huldu um málið. En getur verið að það sé vegna þess að ekki sé eftirspurn eftir upplýsingunum. „Það er stöðugt verið að biðja um upplýsingar um starfsmannamálin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur sagt fréttir af launaskrifstofu ríkisins þar sem ekkert er vitað um fjarvistir starfsfólks, þessa stærsta launagreiðenda í landinu, og ekkert er vitað um hvort og þá hversu margt starfsfólk þarf til starfa á komandi tímum. Mikil þörf er á þessum upplýsingum, samt eru þær ekki tiltækar. Fréttablaðið hefur einnig sagt frá að einstaka læknar ávísa lyfjum til veikra einstaklinga langt umfram þörf, vegna veikinda. Nefnd hafa verið afar sorgleg tilefni þess vegna. Hjá landlækni er staðan ámóta og hjá launaskrifstofu ríkisins. Ekkert utanumhald er um málið. Hér er um dauðans alvöru að ræða. Á síðasta ári komu á borð embættisins 314 mál sem sneru að misnotkun ávanabindandi lyfja, bæði er varða einstaklinga, sem grunur leikur á að misnoti lyf, og lækna, sem taldir eru ávísa slíkum lyfjum í of miklu magni. Sérstakt lyfjateymi er starfrækt innan embættisins sem Ólafur Einarsson líffræðingur heldur utan um. Ólafur sagði, í samtali við Fréttablaðið, að langan tíma taki að vinna úr hverju máli og oft sé erfitt að fá þær upplýsingar sem óskað sé eftir vegna tiltekinna mála. Og hvers vegna? Jú, embættið er fjársvelt og erfitt er að sinna öllum þeim fjölda mála sem þarf að sinna. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Markús Kristjánsson, föður konu sem lést í maí á síðasta ári. Hún hafði strítt við meltingarsjúkdóm en það var ekki það sem dró hana til bana heldur misnotkun ávanabindandi lyfja sem læknar höfðu ávísað á hana vegna sjúkdómsins. Á rúmlega hálfs árs fresti fékk hún ávísað frá sama lækni 2.200 töflum af Ketogan sem er sterkt morfínlyf. Læknirinn fékk áminningu frá landlækni en hefur enn leyfi til að gefa út lyfseðla og starfar sem læknir. Ólafur Einarsson hjá landlækni sagði að það vantaði fleiri til að starfa að eftirliti við lyfjagagnagrunn sem er nú til reynslu hjá embættinu. Allar lyfjaávísanir eru keyrðar út í gegnum lyfjagagnagrunn og farið er yfir þær. Einnig er fylgst með gagnagrunninum og læknar spurðir út í ef talið er að þeir ávísi of miklu af lyfjum. En samt er ekki hægt að hafa auga með, eða koma í veg fyrir, að einstaka læknar ávísi banvænum skömmtum til fólks sem er veikt, oft af fíkn. Peningaleysi er kennt um. Vandinn er þekktur, en úrræðin ekki. Á sama tíma veit ekki nokkur maður hver þörf hins opinbera er hvað varðar starfsfólk á næstu árum. Að sama skapi veit ekki nokkur maður hve mikil frávik eru frá vinnu hjá hinu opinbera, til dæmis vegna veikinda. Enginn hefur tekið þetta saman og enginn veit eitt eða neitt um þessi mál. Sama er að segja um starfsmannaveltuna. Gunnar Björnsson, sem er skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofunnar, segir allar upplýsingar til en ekkert hafi verið gert til að vinna úr þeim. „Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu og mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ sagði Gunnar í frétt í Fréttablaðinu. „Við höfum lengi ætlað að vinna þessar skilgreiningar en ekki komist til þess,“ sagði skrifstofustjórinn. Á meðan er allt á huldu um málið. En getur verið að það sé vegna þess að ekki sé eftirspurn eftir upplýsingunum. „Það er stöðugt verið að biðja um upplýsingar um starfsmannamálin.“
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun