Hundakúkur Berglind Pétursdóttir skrifar 13. október 2014 00:01 Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundruð metra eftir Bergstaðastrætinu til að komast í vinnuna. Á þessari stuttu morgungöngu er ýmislegt við að vera. Hægt er að veifa að minnsta kosti fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo alla við að finna The Volcano Show í Hellusundi (ábending til Volcano Show; fáið ykkur skilti), dást að miðborginni og hnjóta um glaðleg leikskólabörn á leið sinni á Laufásborg. Þarna á horni Bragagötu er líka listasafn með fallegri list en gluggar gallerísins eru ekki síður upplagðir til að spegla sig í. Á þessari skemmtilegu leið minni hefur upp á síðkastið verið bryddað upp á nýjung að frumkvæði hinna ýmsu hundaeigenda sem virðast margir vera hættir að a) tína upp eftir hundana sína og b) vísa hundunum sínum í garð Egils Helgasonar að skíta. Undanfarið hef ég á þrjúhundruðmetrunum talið allt að fjórtán saursýni sem hundarnir hafa í lífeðlisfræðilegri blindni verið svo vingjarnlegir að skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur barasta haldið blístrandi áfram göngunni, „érekki með poka sko“. Dæmi um týpískan haust-antíklímax er þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni, andandi hraustlega að þér köldu súrefni í glænýjum bomsum og finnur svo að þú rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir að klína stærsta lortinum aftur í stéttina, tekur kleprana sem eftir verða með þykku laufi, veltir vöngum yfir því af hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort sem um er að ræða sólþurrkaðan með skorpu eða niðurrignda ógeðsklessu, allt sama niðurlægingin. Ég á ekki hund svo ég veit ekki hversu þrúgandi álag það er að tína upp spörðin eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki legg ég það á hundaeigendur að stíga glænýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í lungamjúkar hægðir hans. Hættið að vera svona mikil ógeð. Tínið upp eftir dýrin ykkar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun