Sætu stelpurnar eiga ekki að bera kylfur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Í vikunni bárust fréttir af því að uppboði á námsmeyjum í Verslunarskóla Íslands hefði verið hætt. Líklega ráku margir upp stór augu líkt og ég við þessar fréttir. Ekki af því að verið væri að láta af hefðinni, heldur að hún hafi verið til yfirhöfuð. Hefðin var í grófum dráttum sú að stúlkur innan skólans voru boðnar upp sem kylfuberar fyrir árlegt golfmót og þær sem þóttu álitlegastar fengu svo þann vafasama heiður að bera kylfur fyrir eldri bekkinga skólans. Það þarf kannski engan að undra að enn sé töluverður launamunur milli kynjanna þegar litið er til þess, að þessi tiltekna kylfuberahefð hafi verið við lýði allt þar til í ár. Útskrifaðir nemendur úr Verslunarskólanum hafa væntanlega farið með þá hugmynd út í lífið að ekkert óeðlilegt væri við það að sætustu stelpurnar bæru kylfurnar fyrir þá. Samfélagslega viðurkennd hefð þó ekki hafi farið mikið fyrir henni. Ef nánar er að gáð er kannski ekki skrýtið að þetta hafi enn verið í gangi. Þegar ég var í skóla hófst nefnilega fegurðargreiningin strax í barnaskóla. Kosið var um fegurstu nemendurna; þá sem höfðu fallegustu einstöku líkamspartana eða besta brosið. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað í dag en þegar maður hugsar til baka þá er einkennilegt að yfirhöfuð sé verið að velja þá sem fallegastir eru í barnaskóla. Margt hefur breyst undanfarin ár. Einu sinni þótti til dæmis töff að taka þátt í fegurðarsamkeppni en í dag þykir mörgum það tímaskekkja. Þarna er líklega femínistabarátta undanfarinna ára að skila sér. Kynslóðin sem nú fetar menntaskólaveginn er nefnilega talsvert meðvitaðri um jafnrétti kynjanna en kynslóðirnar á undan. Femínistafélög eru starfrækt í fjölda framhaldsskóla og þar eru frábærar fyrirmyndir sem láta ekki bjóða sér það að fólk sé dregið í dilka eftir fegurð; eða gerir allavega athugasemdir við það. Ég vona að kynslóðin sem er í framhaldsskóla núna útrými launamun kynjanna. Þarna er nefnilega fólk með bein í nefinu sem veit að sætustu stelpurnar eiga ekki að vera kylfuberar fyrir einn eða neinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Í vikunni bárust fréttir af því að uppboði á námsmeyjum í Verslunarskóla Íslands hefði verið hætt. Líklega ráku margir upp stór augu líkt og ég við þessar fréttir. Ekki af því að verið væri að láta af hefðinni, heldur að hún hafi verið til yfirhöfuð. Hefðin var í grófum dráttum sú að stúlkur innan skólans voru boðnar upp sem kylfuberar fyrir árlegt golfmót og þær sem þóttu álitlegastar fengu svo þann vafasama heiður að bera kylfur fyrir eldri bekkinga skólans. Það þarf kannski engan að undra að enn sé töluverður launamunur milli kynjanna þegar litið er til þess, að þessi tiltekna kylfuberahefð hafi verið við lýði allt þar til í ár. Útskrifaðir nemendur úr Verslunarskólanum hafa væntanlega farið með þá hugmynd út í lífið að ekkert óeðlilegt væri við það að sætustu stelpurnar bæru kylfurnar fyrir þá. Samfélagslega viðurkennd hefð þó ekki hafi farið mikið fyrir henni. Ef nánar er að gáð er kannski ekki skrýtið að þetta hafi enn verið í gangi. Þegar ég var í skóla hófst nefnilega fegurðargreiningin strax í barnaskóla. Kosið var um fegurstu nemendurna; þá sem höfðu fallegustu einstöku líkamspartana eða besta brosið. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað í dag en þegar maður hugsar til baka þá er einkennilegt að yfirhöfuð sé verið að velja þá sem fallegastir eru í barnaskóla. Margt hefur breyst undanfarin ár. Einu sinni þótti til dæmis töff að taka þátt í fegurðarsamkeppni en í dag þykir mörgum það tímaskekkja. Þarna er líklega femínistabarátta undanfarinna ára að skila sér. Kynslóðin sem nú fetar menntaskólaveginn er nefnilega talsvert meðvitaðri um jafnrétti kynjanna en kynslóðirnar á undan. Femínistafélög eru starfrækt í fjölda framhaldsskóla og þar eru frábærar fyrirmyndir sem láta ekki bjóða sér það að fólk sé dregið í dilka eftir fegurð; eða gerir allavega athugasemdir við það. Ég vona að kynslóðin sem er í framhaldsskóla núna útrými launamun kynjanna. Þarna er nefnilega fólk með bein í nefinu sem veit að sætustu stelpurnar eiga ekki að vera kylfuberar fyrir einn eða neinn.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun