Býrð. Þú. Langt. Upp. Coonagh? Sara McMahon skrifar 30. september 2014 07:00 Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt: Skólabúninginn sem ég þurfti að klæðast og mállýskunni sem ákveðinn hópur borgarbúa talaði. Frændur mínir sögðu mér að ef ég fyndi mig í þeirri aðstöðu að skilja ekki eitthvað sem við mig væri sagt, væri sniðugast að brosa vinalega og kinka kolli. Þetta reyndist hið þokkalegasta ráð – eða allt þar til ég var á leið heim eina nótt eftir kvöld á kránni. Í þá daga tíðkaðist að námsmenn söfnuðust við leigubílastöð sem ók fólki heim fyrir fast verð, nema hver leigubíll var fylltur af fólki sem átti leið í sama hverfið. Þar sem ég bjó svolítið fyrir utan borgina var mér alltaf skutlað síðast heim og þetta tiltekna kvöld ákvað leigubílstjórinn að halda uppi samræðum á meðan á akstri stóð. Ég skildi því miður aðeins orð og orð af því sem maðurinn sagði og á meðan hann lét dæluna ganga, brosti ég og kinkaði látlaust kolli. Svo tók ég allt í einu eftir því að bílstjórinn starði í forundran á mig í baksýnisspeglinum. Það kom á mig svolítið fát og afsakandi sagðist ég ekki hafa heyrt almennilega það sem hann sagði. Bílstjórinn endurtók sig og aftur skildi ég ekki neitt. Hann endurtók sig í þriðja, og svo fjórða sinn, þar til hann loks mataði hvert orð ofan í mig skýrt og skorinort: „Do. You. Live. Far. Up. Coonagh?“ Í þetta sinn svaraði ég neitandi, ég átti alls ekki heima mjög langt upp Coonagh-götu eins og ég hafði upphaflega gefið til kynna með krónískum höfuðhreyfingum. Hver er tilgangurinn með því að rifja upp þessa sögu núna, kann einhver að spyrja? Satt að segja veit ég það ekki. Atvikið rifjaðist einfaldlega upp fyrir mér eftir umræður síðustu vikna um nýja fjárlagafrumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun
Fyrir óralöngu síðan flutti ég til föðurlandsins. Ég fékk inni hjá föðurbróður mínum og fjölskyldu hans í heimaborginni Limerick og ég var nokkuð fljót að aðlagast nýjum háttum og lífi. Það er að segja fyrir utan tvennt: Skólabúninginn sem ég þurfti að klæðast og mállýskunni sem ákveðinn hópur borgarbúa talaði. Frændur mínir sögðu mér að ef ég fyndi mig í þeirri aðstöðu að skilja ekki eitthvað sem við mig væri sagt, væri sniðugast að brosa vinalega og kinka kolli. Þetta reyndist hið þokkalegasta ráð – eða allt þar til ég var á leið heim eina nótt eftir kvöld á kránni. Í þá daga tíðkaðist að námsmenn söfnuðust við leigubílastöð sem ók fólki heim fyrir fast verð, nema hver leigubíll var fylltur af fólki sem átti leið í sama hverfið. Þar sem ég bjó svolítið fyrir utan borgina var mér alltaf skutlað síðast heim og þetta tiltekna kvöld ákvað leigubílstjórinn að halda uppi samræðum á meðan á akstri stóð. Ég skildi því miður aðeins orð og orð af því sem maðurinn sagði og á meðan hann lét dæluna ganga, brosti ég og kinkaði látlaust kolli. Svo tók ég allt í einu eftir því að bílstjórinn starði í forundran á mig í baksýnisspeglinum. Það kom á mig svolítið fát og afsakandi sagðist ég ekki hafa heyrt almennilega það sem hann sagði. Bílstjórinn endurtók sig og aftur skildi ég ekki neitt. Hann endurtók sig í þriðja, og svo fjórða sinn, þar til hann loks mataði hvert orð ofan í mig skýrt og skorinort: „Do. You. Live. Far. Up. Coonagh?“ Í þetta sinn svaraði ég neitandi, ég átti alls ekki heima mjög langt upp Coonagh-götu eins og ég hafði upphaflega gefið til kynna með krónískum höfuðhreyfingum. Hver er tilgangurinn með því að rifja upp þessa sögu núna, kann einhver að spyrja? Satt að segja veit ég það ekki. Atvikið rifjaðist einfaldlega upp fyrir mér eftir umræður síðustu vikna um nýja fjárlagafrumvarpið.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun