Vitlaus vísindi 27. september 2014 15:30 Mælingamaður rasismans að störfum. Illugi Jökulsson hélt að hann fengi ekki að upplifa margt nýtt í sögulegum rannsóknum á sinni ævi. Þeim mun kátari varð hann þegar splunkunýjar rannsóknir skila óvæntum niðurstöðum. Vísindin efla alla dáð,“ en svo orti Jónas Hallgrímsson í kvæði til heiðurs herra Páli Gaimard, frönskum náttúrufræðingi sem stýrt hafði vísindaleiðangri til Íslands og meðal annars staðið á „tindi Heklu hám“ eins og líka segir í kvæðinu. Jónas og Gaimard voru báðir hluti af þeirri vísindabyltingu sem brotist hafði út á Vesturlöndum í kjölfar Upplýsingarinnar á 18. öld þegar loks tókst að losa hugsun Evrópumanna úr böndum sem steingeld trúarbrögð höfðu hneppt hana í öldum saman. Þetta voru æsandi tímar, menn fóru að skoða allt í kringum sig á nýjan hátt og velta við hverjum steini. En þeim mun sorglegra er að einmitt um þær mundir voru vísindamenn – eða köllum þá meinta vísindamenn – að leggja drög að „vísindum“ sem áttu ekki aðeins eftir að reynast kolvitlaus og eintóm blekking, heldur urðu á endanum bæði andstyggileg og stórhættuleg, og ábyrg fyrir dauða milljóna manna. Ég á við „kynþáttavísindin“ svokölluðu. Þegar náttúruvísindin tóku að þróast með ógnarhraða undir lok átjándu aldar fóru menn að velta fyrir sér af hverju fólk væri ólíkt í útliti eftir búsetu. Það blasti bara við – í Afríku voru menn afar dökkir á hörund, í Evrópu mun fölari, í Kína og Suðaustur-Asíu var augnaumbúnaður fólks nokkuð öðruvísi en annars staðar, og svo framvegis. Og menning var ólík, og tæknistig; hvernig skyldi standa á því? Hlaut ekki að vera hægt að finna á þessu vísindalegar skýringar? Og eins og endranær, leitið og þér munuð finna. Brátt töldu menn svörin liggja í því að mannfólkið tilheyrði ólíkum kynþáttum. Þessir kynþættir hefðu vaxið upp hver í sínum heimshluta og þróað með sér ekki aðeins mismunandi útlit, heldur líka mismunandi eiginleika alls konar, sögðu forkólfar hinna nýju vísinda. Vopnaðir því sem menn vissu um erfðir og kynbætur plantna smíðuðu menn nú hátimbraðar kenningar um kynþættina sem mannkynið skiptist í, alls konar vísindamenn sem sjálfsagt voru velmeinandi eyddu ævinni í að mæla með tommustokkum höfuðkúpur eða neflengd eða hnakkalögun fólks á ólíkum svæðum – og svo voru hinir meintu kynþættir greindir niður eftir þessum og öðrum rannsóknum sem menn voru sannfærðir um að hefðu raunverulegt vísindalegt gildi. Gallinn við þetta allt saman var sá að undir eins og menn þóttust geta skipt mannfólkinu upp í mismunandi hópa og jafnvel greint ólíka eiginleika hópanna, og loks metið – guð fjarri mér! – mismiklar gáfur þeirra, þá var farið að gera upp á milli.Útrýma eins og meindýrum Þau „kynþáttavísindi“ sem samtímamenn Jónasar Hallgrímssonar og herra Páls Gaimards þróuðu enduðu svo eins og við vitum með skelfingu. Menn eru frá því í árdaga alltaf svolítið tortryggnir í garð þeirra sem koma úr næstu sveit, tala nú ekki um ef þeir líta dálítið öðruvísi út en við, en yfirleitt er engin ástæða til að gera of mikið veður út af þeirri tilhneigingu. Þegar hún var hins vegar studd harðskeyttum „vísindum“ um að hyskið úr næstu sveit sé bæði heimskara og verr innrætt en við, þá var ekki von á góðu. Og það fór svo að jafnvel skikkanlegt fólk var farið að trúa því að sumar manneskjur væru „óæðri“ og ekki væri bara réttlætanlegt heldur líka æskilegt að útrýma þeim eins og meindýrum. Og raunar væru þetta varla manneskjur yfirleitt.Fjandskapur, þröngsýni og mannvonska En kynþáttahyggjan, sem þóttist studd svo fínum „vísindum“, hún hleypti ekki aðeins upp á sig fjandskap og þröngsýni og mannvonsku og gat af sér útrýmingarbúðirnar Auschwitz, hún reyndist líka vera alröng og alls engin vísindi. Nú hafa vísindamenn sem betur fer til umráða skárri tæki en höfuðbeinatommustokka kynþáttafræðinganna, og niðurstaða þeirra er sú að „kynþættir mannkynsins“ í hinni fyrri merkingu orðanna eru alls ekki til. Þótt mismunandi umhverfi hafi þær afleiðingar að útlit fólks hafi þróast á nokkuð ólíkan hátt eftir heimshlutum, og þótt menningin hafi hökt mishratt af stað af öllum mögulegum ástæðum, þá greinir alls ekki svo mikið milli eðliseiginleika manna né erfðaþátta að réttlætanlegt sé að tala um ólíka kynþætti. Vísindamenn, sem vita upp á fyrirrennara sína skömmina, eru því hættir að tala um kynþætti í þeim skilningi sem gert var fyrrmeir. En svo djúpt var þá búið að sá vitleysunni um „kynþættina“ að fjöldi fólks trúir henni enn þá og rasisminn sem sprakk af kynþáttahyggjunni er því miður ekki dauður enn. Meira að segja þegar ég var í barnaskóla – aldarfjórðungi eftir að kynþáttahyggjan hefði endanlega átt að hverfa með síðustu reykjarbólstrunum frá líkofnunum í Auschwitz – þá átti ég að læra eins og páfagaukur í Axelsbekk í Melaskóla að mannkynið skiptist í þrjá kynþætti: hvíta menn, svarta og gula. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um þetta þegar ég las nýlega fréttir í erlendum fjölmiðlum um nýjar rannsóknir um uppruna Evrópumanna. DNA-rannsóknir hafa eins og allir vita valdið byltingu í erfðarannsóknum og gert okkur kleift að rekja uppruna fólks langt aftur í tímann og til mismunandi hópa, án þess blessunarlega að kynþáttaruglið hafi upphafist á ný. DNA-rannsóknirnar hafa reyndar endanlega gert út af við hina „vísindalegu“ kynþáttahyggju: þær rekja spor okkar langt aftur í aldir og árdaga en sýna um leið svo greinilega að við erum öll eins innst inni. Þegar ég var strákur og lærði í Melaskóla að ég tilheyrði „hvíta kynþættinum“ sem upprunnin væri í Evrópu fylgdi yfirleitt aldrei sögunni hvaðan við værum komin, við virtumst hafa dúkkað upp eins og af sjálfu sér einhvers staðar í námunda við bæinn Cro-Magnon í Frakklandi og svo aukist að íþrótt og frægð í álfunni okkar, uns við sprungum út sem Grikkir og Rómverjar og eignuðumst fremstu menningu í heimi og lögðum undir okkur öll lönd af því það átti fyrir okkur að liggja. Þetta virtist allt klappað og klárt, og ég man eftir að hafa hugsað með mér: Æ, hvað það er leiðinlegt að ég skuli vera uppi núna, þegar við erum endanlega búin að fatta þetta allt saman, ég fæ líklega ekki á minni ævi að upplifa spennuna sem fylgir nýjum uppgötvunum, einhverju sem byltir hinni gömlu heimssýn og sýnir okkur nýjan heim eins og „af tindi Heklu hám“.Þrír ólíkir hópar En þetta var firra, heimssýnin er gjörbreytt frá því ég var strákur; sem betur fer stendur ekki lengur í sögubókum eða landafræði að mannkynið skiptist í þrjá kynþætti – eða er það nokkuð? En hins vegar er það skemmtileg tilviljun að hinar nýju erfðarannsóknir á uppruna Evrópumanna sýna reyndar að við „hvítu mennirnir“ erum komnir af þremur ólíkum hópum. Fyrstir á vettvang voru veiðimenn og safnarar sem komu til Evrópu í ísaldarhléi, líklega nokkuð beint frá Afríku, og skrimtu þótt hún skylli á aftur, það voru þeir sem í mínum kennslubókum hétu Cro-Magnon menn. En óvænt niðurstaða vísindamanna er sú að þeir hafi verið mjög dökkir á hörund, kannski svipað mest til Indverja nútímans, en hins vegar haft blá augu. Fyrir um 7.000 árum – eða kringum árið 5000 f.Kr. – þá sótti hins vegar nýtt fólk inn í álfuna frá Miðausturlöndum, bændafólk, töluvert ljósara á hörund en dökkeygt. Og það útlit varð ráðandi um mestalla álfuna, aðallega þó í suðri, en erfðaefni hinna dökku bláeygu Cro-Magnon manna mun vera sterkast í norðausturhluta Evrópu. En allra óvæntast var þó að merki fundust um þriðja hópinn – og hann kom til Evrópu austan úr Síberíu nokkuð á eftir bændafólkinu. Um tilvist þessa fólks vissi enginn þar til fyrir skömmu síðan, en það mun – ótrúlegt nokk – vera náskylt indíánum í Norður-Ameríku. Já, þetta eru spennandi tímar! Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Illugi Jökulsson hélt að hann fengi ekki að upplifa margt nýtt í sögulegum rannsóknum á sinni ævi. Þeim mun kátari varð hann þegar splunkunýjar rannsóknir skila óvæntum niðurstöðum. Vísindin efla alla dáð,“ en svo orti Jónas Hallgrímsson í kvæði til heiðurs herra Páli Gaimard, frönskum náttúrufræðingi sem stýrt hafði vísindaleiðangri til Íslands og meðal annars staðið á „tindi Heklu hám“ eins og líka segir í kvæðinu. Jónas og Gaimard voru báðir hluti af þeirri vísindabyltingu sem brotist hafði út á Vesturlöndum í kjölfar Upplýsingarinnar á 18. öld þegar loks tókst að losa hugsun Evrópumanna úr böndum sem steingeld trúarbrögð höfðu hneppt hana í öldum saman. Þetta voru æsandi tímar, menn fóru að skoða allt í kringum sig á nýjan hátt og velta við hverjum steini. En þeim mun sorglegra er að einmitt um þær mundir voru vísindamenn – eða köllum þá meinta vísindamenn – að leggja drög að „vísindum“ sem áttu ekki aðeins eftir að reynast kolvitlaus og eintóm blekking, heldur urðu á endanum bæði andstyggileg og stórhættuleg, og ábyrg fyrir dauða milljóna manna. Ég á við „kynþáttavísindin“ svokölluðu. Þegar náttúruvísindin tóku að þróast með ógnarhraða undir lok átjándu aldar fóru menn að velta fyrir sér af hverju fólk væri ólíkt í útliti eftir búsetu. Það blasti bara við – í Afríku voru menn afar dökkir á hörund, í Evrópu mun fölari, í Kína og Suðaustur-Asíu var augnaumbúnaður fólks nokkuð öðruvísi en annars staðar, og svo framvegis. Og menning var ólík, og tæknistig; hvernig skyldi standa á því? Hlaut ekki að vera hægt að finna á þessu vísindalegar skýringar? Og eins og endranær, leitið og þér munuð finna. Brátt töldu menn svörin liggja í því að mannfólkið tilheyrði ólíkum kynþáttum. Þessir kynþættir hefðu vaxið upp hver í sínum heimshluta og þróað með sér ekki aðeins mismunandi útlit, heldur líka mismunandi eiginleika alls konar, sögðu forkólfar hinna nýju vísinda. Vopnaðir því sem menn vissu um erfðir og kynbætur plantna smíðuðu menn nú hátimbraðar kenningar um kynþættina sem mannkynið skiptist í, alls konar vísindamenn sem sjálfsagt voru velmeinandi eyddu ævinni í að mæla með tommustokkum höfuðkúpur eða neflengd eða hnakkalögun fólks á ólíkum svæðum – og svo voru hinir meintu kynþættir greindir niður eftir þessum og öðrum rannsóknum sem menn voru sannfærðir um að hefðu raunverulegt vísindalegt gildi. Gallinn við þetta allt saman var sá að undir eins og menn þóttust geta skipt mannfólkinu upp í mismunandi hópa og jafnvel greint ólíka eiginleika hópanna, og loks metið – guð fjarri mér! – mismiklar gáfur þeirra, þá var farið að gera upp á milli.Útrýma eins og meindýrum Þau „kynþáttavísindi“ sem samtímamenn Jónasar Hallgrímssonar og herra Páls Gaimards þróuðu enduðu svo eins og við vitum með skelfingu. Menn eru frá því í árdaga alltaf svolítið tortryggnir í garð þeirra sem koma úr næstu sveit, tala nú ekki um ef þeir líta dálítið öðruvísi út en við, en yfirleitt er engin ástæða til að gera of mikið veður út af þeirri tilhneigingu. Þegar hún var hins vegar studd harðskeyttum „vísindum“ um að hyskið úr næstu sveit sé bæði heimskara og verr innrætt en við, þá var ekki von á góðu. Og það fór svo að jafnvel skikkanlegt fólk var farið að trúa því að sumar manneskjur væru „óæðri“ og ekki væri bara réttlætanlegt heldur líka æskilegt að útrýma þeim eins og meindýrum. Og raunar væru þetta varla manneskjur yfirleitt.Fjandskapur, þröngsýni og mannvonska En kynþáttahyggjan, sem þóttist studd svo fínum „vísindum“, hún hleypti ekki aðeins upp á sig fjandskap og þröngsýni og mannvonsku og gat af sér útrýmingarbúðirnar Auschwitz, hún reyndist líka vera alröng og alls engin vísindi. Nú hafa vísindamenn sem betur fer til umráða skárri tæki en höfuðbeinatommustokka kynþáttafræðinganna, og niðurstaða þeirra er sú að „kynþættir mannkynsins“ í hinni fyrri merkingu orðanna eru alls ekki til. Þótt mismunandi umhverfi hafi þær afleiðingar að útlit fólks hafi þróast á nokkuð ólíkan hátt eftir heimshlutum, og þótt menningin hafi hökt mishratt af stað af öllum mögulegum ástæðum, þá greinir alls ekki svo mikið milli eðliseiginleika manna né erfðaþátta að réttlætanlegt sé að tala um ólíka kynþætti. Vísindamenn, sem vita upp á fyrirrennara sína skömmina, eru því hættir að tala um kynþætti í þeim skilningi sem gert var fyrrmeir. En svo djúpt var þá búið að sá vitleysunni um „kynþættina“ að fjöldi fólks trúir henni enn þá og rasisminn sem sprakk af kynþáttahyggjunni er því miður ekki dauður enn. Meira að segja þegar ég var í barnaskóla – aldarfjórðungi eftir að kynþáttahyggjan hefði endanlega átt að hverfa með síðustu reykjarbólstrunum frá líkofnunum í Auschwitz – þá átti ég að læra eins og páfagaukur í Axelsbekk í Melaskóla að mannkynið skiptist í þrjá kynþætti: hvíta menn, svarta og gula. Af einhverjum ástæðum fór ég að hugsa um þetta þegar ég las nýlega fréttir í erlendum fjölmiðlum um nýjar rannsóknir um uppruna Evrópumanna. DNA-rannsóknir hafa eins og allir vita valdið byltingu í erfðarannsóknum og gert okkur kleift að rekja uppruna fólks langt aftur í tímann og til mismunandi hópa, án þess blessunarlega að kynþáttaruglið hafi upphafist á ný. DNA-rannsóknirnar hafa reyndar endanlega gert út af við hina „vísindalegu“ kynþáttahyggju: þær rekja spor okkar langt aftur í aldir og árdaga en sýna um leið svo greinilega að við erum öll eins innst inni. Þegar ég var strákur og lærði í Melaskóla að ég tilheyrði „hvíta kynþættinum“ sem upprunnin væri í Evrópu fylgdi yfirleitt aldrei sögunni hvaðan við værum komin, við virtumst hafa dúkkað upp eins og af sjálfu sér einhvers staðar í námunda við bæinn Cro-Magnon í Frakklandi og svo aukist að íþrótt og frægð í álfunni okkar, uns við sprungum út sem Grikkir og Rómverjar og eignuðumst fremstu menningu í heimi og lögðum undir okkur öll lönd af því það átti fyrir okkur að liggja. Þetta virtist allt klappað og klárt, og ég man eftir að hafa hugsað með mér: Æ, hvað það er leiðinlegt að ég skuli vera uppi núna, þegar við erum endanlega búin að fatta þetta allt saman, ég fæ líklega ekki á minni ævi að upplifa spennuna sem fylgir nýjum uppgötvunum, einhverju sem byltir hinni gömlu heimssýn og sýnir okkur nýjan heim eins og „af tindi Heklu hám“.Þrír ólíkir hópar En þetta var firra, heimssýnin er gjörbreytt frá því ég var strákur; sem betur fer stendur ekki lengur í sögubókum eða landafræði að mannkynið skiptist í þrjá kynþætti – eða er það nokkuð? En hins vegar er það skemmtileg tilviljun að hinar nýju erfðarannsóknir á uppruna Evrópumanna sýna reyndar að við „hvítu mennirnir“ erum komnir af þremur ólíkum hópum. Fyrstir á vettvang voru veiðimenn og safnarar sem komu til Evrópu í ísaldarhléi, líklega nokkuð beint frá Afríku, og skrimtu þótt hún skylli á aftur, það voru þeir sem í mínum kennslubókum hétu Cro-Magnon menn. En óvænt niðurstaða vísindamanna er sú að þeir hafi verið mjög dökkir á hörund, kannski svipað mest til Indverja nútímans, en hins vegar haft blá augu. Fyrir um 7.000 árum – eða kringum árið 5000 f.Kr. – þá sótti hins vegar nýtt fólk inn í álfuna frá Miðausturlöndum, bændafólk, töluvert ljósara á hörund en dökkeygt. Og það útlit varð ráðandi um mestalla álfuna, aðallega þó í suðri, en erfðaefni hinna dökku bláeygu Cro-Magnon manna mun vera sterkast í norðausturhluta Evrópu. En allra óvæntast var þó að merki fundust um þriðja hópinn – og hann kom til Evrópu austan úr Síberíu nokkuð á eftir bændafólkinu. Um tilvist þessa fólks vissi enginn þar til fyrir skömmu síðan, en það mun – ótrúlegt nokk – vera náskylt indíánum í Norður-Ameríku. Já, þetta eru spennandi tímar!
Flækjusaga Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira