Tilgangur og meðal Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. september 2014 08:57 Hluti af því að búa í réttarríki er að öllum borgurum landsins er tryggð réttlát málsmeðferð séu þeir sakaðir um refsinæma háttsemi. Menn skulu vera saklausir uns sekt er sönnuð, njóta réttlátrar málsmeðferðar á öllum stigum málsins og fá úrlausn sinna mála fyrir óhlutdrægum dómstól. Í helgarútgáfu Fréttablaðsins er viðtal við fyrrverandi starfsmann embættis sérstaks saksóknara, Jón Óttar Ólafsson. Í viðtalinu greinir Jón Óttar ítarlega frá mjög alvarlegum athugsemdum sem hann gerir við vinnubrögð fyrrverandi vinnuveitanda síns. Þar á meðal þeim mikla þrýstingi sem embættið var undir og líkir hann því við þá pólitísku pressu, fjölmiðlafár og múgæsing sem ríkti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta hafi orsakað brenglað hugarfar rannsakenda til vinnu sinnar og hafi andrúmsloftið sem var og ef til vill er uppi hjá embættinu einkennst af nokkurs konar við á móti þeim – góðir á móti vondum – andrúmslofti, eitthvað sem á slæmri íslensku er oft kallað bunker mentalitet. Samkvæmt Jóni Óttari varð þetta andrúmsloft þess valdandi að menn gátu réttlætt fyrir sér að beita ýmsum vafasömum brögðum til að ná settum markmiðum. Þessi uppljóstrun er grafalvarleg. Einn af hornsteinum réttarvörslukerfisins hér á landi er að handhafar lögregluvalds skulu ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er. Þessar kröfur til lögreglunnar fara illa saman við það andrúmsloft sem Jón Óttar lýsti í viðtalinu og samlíking hans við Guðmundar- og Geirfinnsmálið er beinlínis ógnvekjandi. Þar voru skelfileg brot á réttindum sakborninga einmitt réttlætt með því að rannsakendur og raunar öll íslenska þjóðin voru sannfærð um að þau væru sek. Vonandi mun sagan ekki dæma rannsókn hrunmálanna með sama hætti og rannsóknina á mannshvörfum Guðmundar og Geirfinns en sporin hræða. Jón Óttar lýsir ýtarlega hvernig gögnum var haldið frá Ríkissaksóknara þegar hann var kærður af fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en slíkt hefur einnig komið upp í að minnsta kosti einu dómsmáli, þar sem gögn sem fram komu á síðari stigum leiddu til sýknu. Hann lýsir einnig hlerunaraðferðum sérstaks saksóknara þar sem rannsakendur og saksóknarar hópuðust í kringum upptökur af slíkum samtölum og voru eins og krakkar í sælgætisbúð. Þessar uppljóstranir Jóns Óttars eru í takt við það sem hefur komið fram fyrir dómi í öðrum málum embættisins en þar hefur verið upplýst að embættið hafi hlerað lögmenn. Nú kann sumum að finnast þetta vera allt í lagi; að tilgangurinn helgi meðalið. Eftir allt saman þá er embætti sérstaks saksóknara að rannsaka alvarleg brot í aðdraganda bankahrunsins, brot sem því miður höfðu neikvæð áhrif á flesta landsmenn. Það gengur hins vegar ekki upp. Rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er heilagur og engin brot, sama hversu ógeðfelld, hræðileg eða miklar afleiðingar þau hafa, eiga að geta hliðrað til þeim stóra sannleik réttarríkisins að allir hafa sama rétt réttlátri málsmeðferð sama hvað þeir hafa á samviskunni. Um leið og það gildir ekki lengur þá höfum við yfirgefið réttarríkið og gengið í samfélag lögleysu. Þær aðferðir sem Jón Óttar lýsir í viðtali helgarinnar eru óásættanlegar, ekki síst í ljósi þess, sem Jón Óttar imprar reyndar sjálfur á, að sannarlega voru hér framin lögbrot. Og fyrir þau ber að refsa mönnum í samræmi við lög og reglur. En tilgangurinn má aldrei helga meðalið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Hluti af því að búa í réttarríki er að öllum borgurum landsins er tryggð réttlát málsmeðferð séu þeir sakaðir um refsinæma háttsemi. Menn skulu vera saklausir uns sekt er sönnuð, njóta réttlátrar málsmeðferðar á öllum stigum málsins og fá úrlausn sinna mála fyrir óhlutdrægum dómstól. Í helgarútgáfu Fréttablaðsins er viðtal við fyrrverandi starfsmann embættis sérstaks saksóknara, Jón Óttar Ólafsson. Í viðtalinu greinir Jón Óttar ítarlega frá mjög alvarlegum athugsemdum sem hann gerir við vinnubrögð fyrrverandi vinnuveitanda síns. Þar á meðal þeim mikla þrýstingi sem embættið var undir og líkir hann því við þá pólitísku pressu, fjölmiðlafár og múgæsing sem ríkti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta hafi orsakað brenglað hugarfar rannsakenda til vinnu sinnar og hafi andrúmsloftið sem var og ef til vill er uppi hjá embættinu einkennst af nokkurs konar við á móti þeim – góðir á móti vondum – andrúmslofti, eitthvað sem á slæmri íslensku er oft kallað bunker mentalitet. Samkvæmt Jóni Óttari varð þetta andrúmsloft þess valdandi að menn gátu réttlætt fyrir sér að beita ýmsum vafasömum brögðum til að ná settum markmiðum. Þessi uppljóstrun er grafalvarleg. Einn af hornsteinum réttarvörslukerfisins hér á landi er að handhafar lögregluvalds skulu ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er. Þessar kröfur til lögreglunnar fara illa saman við það andrúmsloft sem Jón Óttar lýsti í viðtalinu og samlíking hans við Guðmundar- og Geirfinnsmálið er beinlínis ógnvekjandi. Þar voru skelfileg brot á réttindum sakborninga einmitt réttlætt með því að rannsakendur og raunar öll íslenska þjóðin voru sannfærð um að þau væru sek. Vonandi mun sagan ekki dæma rannsókn hrunmálanna með sama hætti og rannsóknina á mannshvörfum Guðmundar og Geirfinns en sporin hræða. Jón Óttar lýsir ýtarlega hvernig gögnum var haldið frá Ríkissaksóknara þegar hann var kærður af fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en slíkt hefur einnig komið upp í að minnsta kosti einu dómsmáli, þar sem gögn sem fram komu á síðari stigum leiddu til sýknu. Hann lýsir einnig hlerunaraðferðum sérstaks saksóknara þar sem rannsakendur og saksóknarar hópuðust í kringum upptökur af slíkum samtölum og voru eins og krakkar í sælgætisbúð. Þessar uppljóstranir Jóns Óttars eru í takt við það sem hefur komið fram fyrir dómi í öðrum málum embættisins en þar hefur verið upplýst að embættið hafi hlerað lögmenn. Nú kann sumum að finnast þetta vera allt í lagi; að tilgangurinn helgi meðalið. Eftir allt saman þá er embætti sérstaks saksóknara að rannsaka alvarleg brot í aðdraganda bankahrunsins, brot sem því miður höfðu neikvæð áhrif á flesta landsmenn. Það gengur hins vegar ekki upp. Rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er heilagur og engin brot, sama hversu ógeðfelld, hræðileg eða miklar afleiðingar þau hafa, eiga að geta hliðrað til þeim stóra sannleik réttarríkisins að allir hafa sama rétt réttlátri málsmeðferð sama hvað þeir hafa á samviskunni. Um leið og það gildir ekki lengur þá höfum við yfirgefið réttarríkið og gengið í samfélag lögleysu. Þær aðferðir sem Jón Óttar lýsir í viðtali helgarinnar eru óásættanlegar, ekki síst í ljósi þess, sem Jón Óttar imprar reyndar sjálfur á, að sannarlega voru hér framin lögbrot. Og fyrir þau ber að refsa mönnum í samræmi við lög og reglur. En tilgangurinn má aldrei helga meðalið.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun