Utan vallar: Lausnin fannst í Bern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2014 06:30 Gylfi átti frábæran leik gegn Tyrklandi. fréttablaðið/andri marinó „Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
„Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira