Þriðja heims Ísland Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. september 2014 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, skrifaði grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hún fullyrti að á aðeins einu ári hafi núverandi ríkisstjórn lyft grettistaki og komið efnahagslífi landsins á réttan kjöl. Þingkonan tók nokkur dæmi um þau „ótrúlegu umskipti“ sem orðið hafa í efnahags- og atvinnulífi hér á árinu, hagvöxt, minnkandi atvinnuleysi, jákvæðan viðskiptajöfnuð (sem reyndar er kolrangt) og fleira. Þá lofar hún skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar upp í hástert og segir hana hafa hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum lánshæfismatsfyrirtækjum (reyndar líka rangt). Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) birti á dögunum skýrslu sína um samkeppnishæfni ríkja fyrir árin 2014 til 2015. Þar er löndum raðað á lista eftir samkeppnishæfni þeirra, almennt og einnig eftir ákveðnum sviðum. Á almenna listanum er Ísland í þrítugasta sæti. Það þætti alla jafna ekkert skelfilegt en þegar staðsetningin er athuguð út frá stöðu annarra Norðurlandaríkja kemur í ljós að Ísland stendur þeim langt að baki. Danmörk er næst Íslandi á listanum í þrettánda sæti – sautján sætum fyrir ofan Ísland. Gunnar Smári Egilsson, þjóðfélagsrýnir og fyrrverandi ritstjóri, hefur greint stöðu landsins út frá skýrslunni á Facebook-síðu sinni um að Ísland skuli verða 20. ríki Noregs. Þar kemur meðal annars fram að þegar undirlistar að baki aðallista séu skoðaðir sjáist vel hvar styrkur og veikleikar landsins liggi. Það er nefnilega efnahagsstjórnin sem togar landið niður en góð heilsa, innviðir og grunnmenntun vega það upp. Þannig er viðskiptaumhverfið á Ísland ekki jafn þróað og á hinum Norðurlöndunum og við erum komin mun styttra á veg þegar kemur að nýsköpun. Við erum í 49. sæti þegar kemur að skilvirkni viðskiptaumhverfisins, 68. sæti í þroska fjármálalífsins og 92. sæti þegar kemur að efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Þar eru helstu nágrannar okkar á listanum Kamerún, Króatía, Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldið. Viðskipta- og efnahagslíf okkar er sem sagt miklu frekar á pari við þriðja heiminn en önnur ríki í okkar heimshluta. Auðvitað hlýtur það að vekja áleitnar spurningar hjá ráðamönnum þjóðarinnar, en þegar betur er að gáð kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Dæmin eru allt í kringum okkur. Sem nýlegt dæmi má nefna starfshætti Seðlabanka Íslands en bankinn ákveður hver fái undanþágur frá hinum alræmdu gjaldeyrishöftum. Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan. Í bréfi sem Viðskiptaráð sendi fjármálaráðherra í gær er staðfest að þessi ótti átti fullkomlega við rök að styðjast. Ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna. Hvort á þessi lýsing á starfsháttum bankans meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða þriðja heiminn? Svarið er augljóst og í þessu einstaka dæmi, eins og svo mörgum öðrum er snúa að viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar, verða stjórnvöld að fara að taka á málunum. Efnislega vafasamar lofgreinar fótgönguliða þeirra breyta engu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, skrifaði grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hún fullyrti að á aðeins einu ári hafi núverandi ríkisstjórn lyft grettistaki og komið efnahagslífi landsins á réttan kjöl. Þingkonan tók nokkur dæmi um þau „ótrúlegu umskipti“ sem orðið hafa í efnahags- og atvinnulífi hér á árinu, hagvöxt, minnkandi atvinnuleysi, jákvæðan viðskiptajöfnuð (sem reyndar er kolrangt) og fleira. Þá lofar hún skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar upp í hástert og segir hana hafa hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum lánshæfismatsfyrirtækjum (reyndar líka rangt). Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) birti á dögunum skýrslu sína um samkeppnishæfni ríkja fyrir árin 2014 til 2015. Þar er löndum raðað á lista eftir samkeppnishæfni þeirra, almennt og einnig eftir ákveðnum sviðum. Á almenna listanum er Ísland í þrítugasta sæti. Það þætti alla jafna ekkert skelfilegt en þegar staðsetningin er athuguð út frá stöðu annarra Norðurlandaríkja kemur í ljós að Ísland stendur þeim langt að baki. Danmörk er næst Íslandi á listanum í þrettánda sæti – sautján sætum fyrir ofan Ísland. Gunnar Smári Egilsson, þjóðfélagsrýnir og fyrrverandi ritstjóri, hefur greint stöðu landsins út frá skýrslunni á Facebook-síðu sinni um að Ísland skuli verða 20. ríki Noregs. Þar kemur meðal annars fram að þegar undirlistar að baki aðallista séu skoðaðir sjáist vel hvar styrkur og veikleikar landsins liggi. Það er nefnilega efnahagsstjórnin sem togar landið niður en góð heilsa, innviðir og grunnmenntun vega það upp. Þannig er viðskiptaumhverfið á Ísland ekki jafn þróað og á hinum Norðurlöndunum og við erum komin mun styttra á veg þegar kemur að nýsköpun. Við erum í 49. sæti þegar kemur að skilvirkni viðskiptaumhverfisins, 68. sæti í þroska fjármálalífsins og 92. sæti þegar kemur að efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Þar eru helstu nágrannar okkar á listanum Kamerún, Króatía, Kosta Ríka og Dóminíska lýðveldið. Viðskipta- og efnahagslíf okkar er sem sagt miklu frekar á pari við þriðja heiminn en önnur ríki í okkar heimshluta. Auðvitað hlýtur það að vekja áleitnar spurningar hjá ráðamönnum þjóðarinnar, en þegar betur er að gáð kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Dæmin eru allt í kringum okkur. Sem nýlegt dæmi má nefna starfshætti Seðlabanka Íslands en bankinn ákveður hver fái undanþágur frá hinum alræmdu gjaldeyrishöftum. Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan. Í bréfi sem Viðskiptaráð sendi fjármálaráðherra í gær er staðfest að þessi ótti átti fullkomlega við rök að styðjast. Ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna. Hvort á þessi lýsing á starfsháttum bankans meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða þriðja heiminn? Svarið er augljóst og í þessu einstaka dæmi, eins og svo mörgum öðrum er snúa að viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar, verða stjórnvöld að fara að taka á málunum. Efnislega vafasamar lofgreinar fótgönguliða þeirra breyta engu þar um.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun