Reið er áferðarfallegt verk Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 3. september 2014 09:30 Af sviðinu "Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf.“ Mynd/Steve Lorens DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
DANS Reið Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Búningar: Jóní Jónsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Gígja Jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Valgerður Rúnarsdóttir og Védís Kjartansdóttir Sýningin Reið var síðasta verkið á Reykjavík dansfestival þetta árið. Verkið var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins og hafði því yfir sér nokkuð annan blæ en þau verk sem sýnd höfðu verið á minna sviði. Reið er áferðarfallegt verk og höfðaði sterkt til sjónræns fegurðarskyns áhorfenda. Tónlistin, búningarnir, lýsingin og frammistaða dansaranna, allt var þetta nær hnökralaust svo framvinda verksins var ljúf. Verkið var þó full átakalítið svo værð sótti að áhorfendum. Þannig var fullkomið flæði danssmíðinnar of sjaldan brotið upp til að skapa spennu eða andstæður. Athyglisverðar voru þó senur þar sem Védís Kjartansdóttir stóð eða gekk rólega um á meðan hinar hlupu. Kyrrðin sem fólst í stöðu hennar jók kraftinn í hlaupum hinna og búningur hennar, sem virkaði ljósari en hinna í þessum senum, dró fram áhugaverðar andstæður á sviðinu. Útfærsla efnisins var skemmtilega einföld og skýr svo fyrir þá sem eitthvað þekkja til hrossa var auðvelt að sjá hryssur í stóði ljóslifandi fyrir sér.Niðurstaða: Áferðarfallegt en átakalítið verk.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira