Horfin sumarblíða Sara McMahon skrifar 2. september 2014 07:00 Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. Þannig hefst ljóð Kristjáns Jónssonar „Haust“. Ólíkt skáldinu, sem síðar í ljóðinu segir allt kalt og dautt, er haustið mín uppáhaldsárstíð; litadýrðin, ferskur andblærinn og bláleitt rökkrið sem einkennir síðkvöldin fylla mig notalegri tilfinningu ár hvert. Burtu er kæruleysið sem einkennir íslenskt sumar og við er tekin alvara lífsins. Ég er í flokki þeirra sem hafa aldrei vanist því að setja sér áramótaheit, heldur eru mín heit sett 1. september ár hvert, einmitt þegar lífið kemst aftur í fastar skorður. Nú hætti ég að missa úr í ræktinni vegna ferðalaga eða veisluhalda, mataræðið verður tekið í gegn, áfenginu úthýst tímabundið og loks ætla ég að læra að prjóna. Og ykkur að segja, þá hlakka ég brjálæðislega til! Ég átta mig á því að það eru ekki allir sem deila þessu dálæti mínu á haustinu – margir kveðja sumarið með miklum trega og kvíða kuldanum og skammdeginu sem bíða hlakkandi handan við hornið. En við ykkur segi ég: Óttist ekki, því það er svo margt sem haustið (og veturinn) hefur upp á að bjóða. Til að mynda verður brátt nógu kalt til að klæðast uppáhaldsprjónapeysu sinni aftur og notalegt kertaljós mun lýsa upp dimm haustkvöld. Löngunin í matarmiklar og gómsætar súpur sem ylja manni niður í tær kemur einnig með haustinu – sér í lagi eftir frískandi göngutúr þar sem allra dásamlegu haustlitanna er notið. Haustið er einnig tími uppskerunnar – ímyndið ykkur bara nýupptekið smælki löðrandi í (íslensku) smjöri og með svolitlu fersku dilli ofan á! Svo er orðið sjálft líka svo afskaplega fallegt og rómantískt. Segið það með mér: „Haust.“ Já, haustið er svo sannarlega tíminn! Svo skemmir ekki fyrir að ég á afmæli að hausti.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun